Ágúst mátaði nýjan Kópavogsvöll: "Þetta er eins og alvöru gras“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. maí 2019 21:00 Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst. Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, er spenntur að fara spila á heimavelli Blika en verið er að ljúka við það að setja gervigras á völlinn. Breiðablik ákvað eftir síðasta tímabil að skipta grasinu út fyrir gervigras en völlurinn verður ekki klár fyrir fyrsta heimaleik. Verið er að ljúka við það að setja gervigrasið á og Ágúst labbaði inn á völlinn í dag. „Þetta er geggjað. Þetta er hrikalega flott og eins og alvöru gras. Ég er hrikalega spenntur að fá að spila hérna 19. maí gegn Skaganum. Það er mikil tilhlökkun,“ sagði Ágúst er hann rölti um völlinn með Guðjóni Guðmundssyni, Gaupa. Breiðablik á heimaleik gegn Víking annað kvöld en Kópavogsvöllur er ekki klár. Því spilar Breiðablik á Wurth-vellinum upp í Árbæ annað kvöld. „Við höfðum samband við vini okkar upp í Árbæ. Þeir tóku vel í það. Það er frábær aðstaða þar, svipað gras og svipaðar aðstæður svo við kýldum á það.“ „Við fáum vonandi bara fullt af áhorfendum og gerum þetta að okkar heimavelli í þetta skipti og verður okkar vígi. Ég er líka spenntur fyrir því.“ Ágúst er ágætlega ánægður með byrjunina hjá þeim grænklæddu úr Kópavoginum. „Við erum enn inni í öllum keppnum. Við fórum áfram í bikar og unnum fyrsta leik. Við lentum svo í smá vandræðum gegn HK en náðum þar í dramatískt stig sem hjálpar okkur í baráttunni.“ „Við tökum því en það var erfiður leikur og við við höldum áfram. Það er enginn sem tekur það stig af okkur núna. Núna er það næsti leikur gegn Víking og við ætlum að taka þrjú stig þar.“ Hann segir að mótið fari vel af stað og það séu mörg góð lið með í Íslandsmótinu þetta tímabilið. „Liðið í toppsætinu er með fjögur stig. Þetta er rétt að byrja og fyrirheitin eru mjög góð. Liðin eru í toppstandi og þetta eru vel mönnuð lið. Það er gaman að sjá nýliða og aðra vera að standa sig vel,“ sagði Ágúst.
Kópavogur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Sjá meira
Blikar spila næsta heimaleik sinn á heimavelli Fylkis Blikarnir fara í lautarferð í Árbæinn á föstudagskvöldið í stað þess að fá Víkinga í heimsókn sín í Smárann. 7. maí 2019 11:15