Páfi skikkar presta og nunnur til að tilkynna brot til yfirmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 19:10 Frans páfi í Páfagarði í dag. AP/Alessandra Tarantino Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan. Páfagarður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan.
Páfagarður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira