Fimm æfingar kvennalandsliðsins fara fram í fjórum mismunandi íþróttahúsum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. maí 2019 17:00 Helena Sverrisdóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir eru í íslenska landsliðinu sem er byrjað að æfa undir stjórn nýs landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Það hefur verið mikið púsluspil fyrir kvennalandsliðið í körfubolta að hefja æfingar fyrir Smáþjóðaleikana sem fara fram í lok mánaðarins. Aðstöðuleysi gerir liðinu erfitt fyrir og þurfa bestu körfuboltakonur landsins að treysta á velvilja frá félögum. Benedikt Guðmundsson tók við kvennalandsliðinu í körfubolta á dögunum og þetta er hans fyrsta verkefni. Hann valdi stóran hóp í byrjun og ætlar að gefa mörgum leikmönnum tækifæri til að sýna sig og sanna. Það kallar á margar æfingar. Staðreynd málsins er aftur á móti sú að kvennalandsliðið hefur engan samastað eins og formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, bendir á í stuttum pistli á fésbókinni í dag. Hannes þakkar Fjölni, ÍR, Stjörnunni og Haukum fyrir að redda húsi fyrir þessar fimm æfingar liðsins í þessari viku. Hann treystir líka á það að fleiri félög hjálpi til í næstu viku. „Stelpurnar okkar munu æfa fimm sinnum i þessari viku í fjórum íþróttahúsum. Miklar þakkir til félaganna: Fjölnis, ÍR, Stjörnunnar og Hauka, fleiri félög munu örugglega bætast við i næstu viku. Án þessarar mikilvægu aðstoðar félaganna okkar þá væru engar æfingar. Kiddi afreksstjóri er enn að reyna að púsla þessu saman svo stelpurnar geti vitað dagskrána sína en þetta er nú ekki fyrr en i næstu viku,“ skrifar Hannes. Hannes er nýkominn af Íþróttaþingi ÍSÍ þar sem samþykkt var áskorun til stjórnvalda um að byggja nýjan þjóðarleikvang þar sem landsliðin og afreksfólkið hefði aðstöðu til að æfa og keppa. Ráðherra íþróttamála Lilja Alfreðsdóttir lýsti yfir ánægju með tillöguna við upphaf þings og sagðist styðja hana. Stjórn ÍSÍ þarf að skipa vinnuhóp um málið fyrir 20.maí. „Aðstöðuleysi landsliðanna okkar sést þarna svona kristaltært. Landsliðunum okkar vantar heimili. Viljum við Íslendingar búa svona að afreksfólkinu okkar,“ skrifar Hannes eins og sjá má hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum