MMR: Íslendingar bjartsýnir á gott gengi Hatara Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2019 14:29 Hatari hefur nú þegar vakið mikla athygli úti. Mynd/Rúv Áttatíu prósent svarenda könnunar MMR telja að Hatari muni komast upp úr undariðlinum og keppa til úrslita í Eurovision í Tel Aviv í næstu viku. Um fjórðungur svarenda spáir því að Hatari muni enda í einum af fimm efstu sætum keppninnar og 25 prósent spá sveitinni í sjötta til tíunda sæti. Þá sögðust 14% svarenda telja að lag Hatara muni lenda í 11.-15. sæti, 13% sögðust telja það að það muni lenda í 16.-20. sæti og 4% spáðu 21.-25. sæti. 4% spáðu gengi á bilinu 26.-30. sæti, 3% kváðust telja að íslenska lagið myndi enda í 31.-35. sæti og 13% voru svartsýn á ágæti lagsins og töldu það líklegt til að reka lestina í 36.-14. sæti. Óhætt er að segja að landsmenn séu nokkuð bjartsýnni á gott gengi Hatara heldur en þeir voru fyrir Our choice, framlagi Íslands á síðasta ári en þá spáðu 34% Íslandi einu af átta neðstu sætum keppninnar (36.-43. sæti). Jákvæðni gagnvart gengi Íslands í Eurovision keppni þessa árs var mest hjá yngri aldurshópum og spáðu 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára og 58% þeirra 30-49 ára íslenska laginu einu af tíu efstu sætum keppninnar en 32% svarenda undir 50 ára aldri spáði laginu einu af fimm efstu sætunum. Hins vegar spáðu rétt 35% svarenda á aldrinum 50-67 ára og 25% þeirra 68 ára og eldri að Hatari næði að hreppa sæti á meðal þeirra tíu efstu. Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu örlítið bjartsýnni á gengi íslensku strákana heldur en landsbyggðarbúar en 51% svarenda af höfuðborgarsvæðinu sögðust telja að íslenska framlagið myndi lenda í einu af tíu efstu sætum keppninnar, samanborið við 45% þeirra af landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar reyndust hins vegar líklegri til að spá Hatara einu af 6 neðstu sætum keppninnar (17%) heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu (10%). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir kyni. Stuðningsfólk Pírata (58%), Viðreisnar (56%) og Samfylkingar (56%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að spá því að íslenska framlagið muni lenda í einu af tíu efstu sætum söngvakeppninnar. Stuðningsfólk Miðflokks (35%) og Framsóknar (18%) reyndust hins vegar líklegast af stuðningsfólki allra flokka til að spá því að Hatari lendi í 36.-41. sæti keppninnar í ár. Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Áttatíu prósent svarenda könnunar MMR telja að Hatari muni komast upp úr undariðlinum og keppa til úrslita í Eurovision í Tel Aviv í næstu viku. Um fjórðungur svarenda spáir því að Hatari muni enda í einum af fimm efstu sætum keppninnar og 25 prósent spá sveitinni í sjötta til tíunda sæti. Þá sögðust 14% svarenda telja að lag Hatara muni lenda í 11.-15. sæti, 13% sögðust telja það að það muni lenda í 16.-20. sæti og 4% spáðu 21.-25. sæti. 4% spáðu gengi á bilinu 26.-30. sæti, 3% kváðust telja að íslenska lagið myndi enda í 31.-35. sæti og 13% voru svartsýn á ágæti lagsins og töldu það líklegt til að reka lestina í 36.-14. sæti. Óhætt er að segja að landsmenn séu nokkuð bjartsýnni á gott gengi Hatara heldur en þeir voru fyrir Our choice, framlagi Íslands á síðasta ári en þá spáðu 34% Íslandi einu af átta neðstu sætum keppninnar (36.-43. sæti). Jákvæðni gagnvart gengi Íslands í Eurovision keppni þessa árs var mest hjá yngri aldurshópum og spáðu 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára og 58% þeirra 30-49 ára íslenska laginu einu af tíu efstu sætum keppninnar en 32% svarenda undir 50 ára aldri spáði laginu einu af fimm efstu sætunum. Hins vegar spáðu rétt 35% svarenda á aldrinum 50-67 ára og 25% þeirra 68 ára og eldri að Hatari næði að hreppa sæti á meðal þeirra tíu efstu. Þá reyndust svarendur búsettir á höfuðborgarsvæðinu örlítið bjartsýnni á gengi íslensku strákana heldur en landsbyggðarbúar en 51% svarenda af höfuðborgarsvæðinu sögðust telja að íslenska framlagið myndi lenda í einu af tíu efstu sætum keppninnar, samanborið við 45% þeirra af landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar reyndust hins vegar líklegri til að spá Hatara einu af 6 neðstu sætum keppninnar (17%) heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu (10%). Lítill munur reyndist á afstöðu eftir kyni. Stuðningsfólk Pírata (58%), Viðreisnar (56%) og Samfylkingar (56%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að spá því að íslenska framlagið muni lenda í einu af tíu efstu sætum söngvakeppninnar. Stuðningsfólk Miðflokks (35%) og Framsóknar (18%) reyndust hins vegar líklegast af stuðningsfólki allra flokka til að spá því að Hatari lendi í 36.-41. sæti keppninnar í ár.
Eurovision Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira