Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 15:07 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, og repúblikani. Vísir/AP Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist. Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Ríkisstjóri Georgíuríkis í Bandaríkjunum skrifaði í dag undir umdeilt frumvarp sem bannar þungunarrof svo snemma sem í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita af því að þær eru þungaðar. Georgía er nú með ein ströngustu lög um þungunarrof í Bandaríkjunum. Frumvarpið sem repúblikanar á ríkisþingi Georgíu samþykktu í mars kveður á um að þungunarrof sé óheimilt eftir að hjartsláttur fósturs greinist. Það þýðir að þegar margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar verður þeim bannað með lögum að gangast undir þungunarrof. Repúblikaninn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, skrifaði undir frumvarpið í dag og urðu þau þar með að lögum í ríkinu. Við undirskriftina sagðist Kemp standa við loforð sitt um að koma „strangasta þungunarrofsfrumvarpi landsins“ í framkvæmd. Áður var þungunarrof bannað í Georgíu eftir tuttugustu viku meðgöngu. Nær öruggt þykir að kvenréttindasamtök og samtök lækna eigi eftir skjóta málinu til dómstóla. Kemp viðurkenndi að það yrði líklegasta niðurstaðan. Borgararéttindasamtök Bandaríkjanna (ACLU) hafa þegar boðað málsókn gegn Kemp.Sambærileg frumvörp felld úr gildi annars staðar Réttindasamtök hafa gagnrýnt frumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að flytjendur þess ætli sér beinlínis að það komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þar sitja nú íhaldssamir dómarar í öruggum meirihluta eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo dómara við réttinn. Þeir gætu snúið við fordæmi Hæstaréttar sem hefur sagt konur eiga rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Mótmælendur klæddir í rauða kufla og hvíta hatta eins og persónur úr bókinni „Sögu þernunnar“ eftir Margaret Atwood gengu að ríkisþinghúsinu í Atlanta og andæfðu frumvarpinu í dag. Bókin, sem nýlega var gerð að sjónvarpsþætti, fjallar um framtíðarmartraðarríki þar sem konu eru hnepptar í þrældóm til að ala upp börn.Washington Post segir að læknar sem eru andsnúnir lögunum hafi bent á að það sem virðist vera hjartsláttur í sjöttu viku meðgöngu sé aðeins titringur í vef sem væri ekki til staðar án móðurinnar. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þau hafa orðið að lögum í Kentucky, Mississippi og Ohio. Dómari lagði lögbann við gildistöku laganna í Kentucky. Ríkisdómstólar í Iowa og Norður-Dakóta töldu frumvörpin stangast á við stjórnarskrá þeirra. Nýju lögin í Georgíu fela í sér undantekningar vegna sifjaspells, nauðgana og þegar líf konu er í hættu. Ólíkt frumvörpum sem hafa verið lögð fyrir eða samþykkt annars staðar skilgreina lögin í Georgíu fóstur sem „manneskju“ eftir að hjartsláttur greinist.
Bandaríkin Tengdar fréttir Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Þungunarrof verður bannað eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Margar konur vita ekki af því að þær séu óléttar svo snemma. 31. mars 2019 09:39