Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2019 08:00 Skordýr leika lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. vísir/getty Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson. Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. Sverdrup-Thygeson segir skordýr vera límið í náttúrunni og enginn vafi leiki á því að bæði fjöldi þeirra og fjölbreytileiki fara minnkandi. Hún segir það aðeins tímaspursmál hvenær afleiðingarnar komi í ljós verði ekkert að gert enda leiki skordýr lykilhlutverk í flóknu vistkerfi Jarðarinnar sem viðheldur öllu lífi á plánetunni. Í gær kom út ný skýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika og þjónustu vistkerfa. Skýrslan er sláandi en þar kemur meðal annars fram að allt að milljón tegundir lífvera séu í útrýmingarhættu á næstu áratugum vegna ágangs mannsins á náttúruna. Þá er aldauði lífvera margfalt meiri nú en meðaltal síðustu tíu milljón ára og er ein af hverjum fjórum tegundum í hættu. Skordýr eru stoðirnar undir matnum og vatninu sem mannkynið reiðir sig á. Sverdrup-Thygeson segir að fyrsta skrefið í því að bjarga þessum litlu lífverum sé að fá fólk til þess að meta þær að verðleikum. Tölfræðin sýnir að á meðan mennirnir eru helmingi fleiri en þeir voru fyrir 40 árum þá hefur fjölda skordýra fækkað um helming á sama tíma. Sverdrup-Thygeson segir þetta dramatíska breytingu. „Það eru enn mörg smáatriði sem þarf að skoða en ég hef lesið nánast allar rannsóknir um þetta sem til eru á ensku og ég hef ekki enn rekist á neina þar sem helstu skilaboð skordýrafræðinga eru hnignun margra skordýrategunda,“ segir Sverdrup-Thygeson. Hún segir eyðileggingu náttúrulegs umhverfis til þess að rækta land meginástæðu þessarar þróunar. „Þegar þú setur síðan öll eiturefnin og loftslagsbreytingar í jöfnuna þá getum við sagt að það sé ekki mjög gott að vera skordýr í dag. Ég get vel skilið það að fólk hafi ekki áhuga á að bjarga skordýrum skordýranna vegna en maðurinn þarf að átta sig á því að þetta mun hafa áhrif á hann. Við þurfum að bjarga skordýrum, og ef það er ekki þeirra vegna, þá vegna okkar sjálfra. Það verður einfaldlega mun erfiðara en það er í dag að fá nægan mat og ferskvatn til að fæða allt mannkyn ef skordýranna nýtur ekki við. Það ætti að vera mikil hvatning til þess að gera eitthvað á meðan við höfum enn tíma til þess,“ segir Sverdrup-Thygeson.
Dýr Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48 Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01 Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Plastpokabann samþykkt á Alþingi Frá og með 1. janúar 2021 verður alfarið óheimilt fyrir verslanir að afhenda burðarpoka úr plasti. Hvort sem það verði með gjaldi eða ekki. 6. maí 2019 18:48
Fjórðungur dýra- og plöntutegunda í hættu vegna manna Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna lýsir gríðarlegri hnignun lífríkis jarðarinnar vegna ágangs manna. 6. maí 2019 11:01
Ekki hægt að tala um afleiðingar loftslagsbreytinga sem neitt annað en neyð Umhverfisráðherra sat fyrir svörum í Sprengisandi í dag. 5. maí 2019 15:35