Lykke Li með tónleika í Hörpu Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 7. maí 2019 10:00 Þetta verða fyrstu tónleikar söngkonunnar á Íslandi. nordicphotos/Getty Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum. Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira
Sænska tónlistarkonan Lykke Li heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi fimmtudaginn 4. júlí í sumar. Tónleikarnir verða í Silfurbergi í Hörpu og eru hluti af tónleikaferðalagi til að fylgja eftir plötunni So sad, so sexy, sem hefur hlotið einróma lof. Fyrsta EP-plata hennar, Little bit, kom út árið 2008 og varð þó nokkuð vinsæl hérlendis en stjarna Lykke Li hefur skinið skærar og skærar með árunum. Hennar helstu smellir eru til að mynda I follow rivers og No rest for the wicked. Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson og er fædd 11. mars árið 1986 í bænum Ystad á Skáni í Suður-Svíþjóð. Mamma hennar var ljósmyndari og pabbi hennar er í pönk-bandinu Dag Vag, svo ætla má að tónlistarhæfileikana hafi hún að einhverju leyti frá honum. Þegar söngkonan var 6 ára fluttist fjölskylda hennar til Stokkhólms og svo á fjallstopp í Portúgal þar sem hún dvaldi í 5 ár. Í kjölfarið bjó hún meðal annars í Lissabon í Portúgal, Marokkó, Nepal og Indlandi og því má segja að hún hafi átt nokkuð fjölbreytta æsku.Lykke Li heitir fullu nafni Li Lykke Timotej Zachrisson.Lykke Li lék í sinni fyrstu bíómynd árið 2014 en þá fór hún með hlutverk í sænsku krimmamyndinni Tommy. Árið 2017 lék hún svo í kvikmynd Terrence Malick, Song to Song, ásamt leikurunum Ryan Gosling, Natalie Portman og Michael Fassbender. Söngkonan segist vera undir áhrifum frá Neil Young, The Shangri-Las, Bítlunum og The Rolling Stones í tónlistargerð sinni. Hún er mikill aðdáandi hugleiðslu og segir hana hafa hjálpað sér mikið við lagasmíðar. „Áður fyrr gat ég bara skrifað örfáar setningar og svo varð ég að taka hlé frá skrifunum. Eftir að ég byrjaði að hugleiða breyttist það alveg og ég gat sest niður og klárað heilt lag á örskotsstund. Það var eins og einhver innri flóðgátt hefði opnast.“ Lykke Li eignaðist soninn Dion með tónlistarframleiðandanum Jeff Bhasker en hann hefur unnið með stórstjörnum á borð við Kanye West og Mark Ronson. Frekari upplýsingar um miðasölu verða kynntar síðar í mánuðinum.
Tónlist Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Fleiri fréttir Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Sjá meira