Íslenski boltinn

Leikdagur í Krikanum: Þjálfararnir léttir og eldræða fyrirliðans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Kristjánsson heldur tölu inn í klefa.
Ólafur Kristjánsson heldur tölu inn í klefa. mynd/fh
Óhætt er að mæla með nýjasta þætti Fimleikafélagsins, vefþáttaröð FH-inga, um leikmenn Pepsi Max-deildarliðsins, þjálfarana og félagið.

Fylgst er með FH-ingum á leikdegi í Krikanum en þátturinn var tekinn upp daginn sem að FH mætti nýliðum HK í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Fimleikafélaginu þar sem aðgangurinn er algjörlega ótakmarkaður. Fylgst er með þjálfurunum undirbúa sig á skrifstofunni, starfsmönnum gera allt klárt og farið er inn í klefa.

Sjá má hluta úr ræðum Ólafs Kristjánssonar, þjálfara liðsins, Davíðs Þórs Viðarssonar, fyrirliða liðsins, og markvarðarins Gunnar Nielsen sem allir reyna að keyra baráttuanda í sína menn fyrir leikinn.

Sjón er sögu ríkari en FH vann leikinn, 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×