Barátta bæjarstjóranna við Google bar árangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 13:23 Bæjarfélögin eru nú hin blómlegustu á Google Maps. Google Maps/Skjáskot Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta. Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira
Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta.
Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira