Barátta bæjarstjóranna við Google bar árangur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 13:23 Bæjarfélögin eru nú hin blómlegustu á Google Maps. Google Maps/Skjáskot Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta. Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Kvartanir bæjarstjóra Bolungarvíkur og Ísafjarðarbæjar vegna þeirrar staðreyndar að sá hluti Vestfjarða þar sem bæjarfélögin eru staðsett er þakinn snjó allt árið um kring á Google Maps virðast hafa komist til skila og borið tilætlaðan árangur. Þetta má sjá í færslu sem að Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, birti á Facebook nú í dag. Umkvörtunarefni bæjarstjóranna tveggja, þeirra Jóns Páls og Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, var að sú snævi þakta mynd sem hingað til hefur verið til sýnis á kortavef Google gæfi ekki raunsanna mynd af veðurfari á Vestfjörðum allt árið um kring og gæti orðið til þess að fæla ferðamenn frá því að heimsækja svæðið. Þar segir Jón mátt Internetsins vera mikinn og setur málið í samhengi við Biblíusöguna um baráttu fjárhirðisins Davíðs við filistínska risann GolíatBæjarstjórarnir tveir, Jón Páll og Guðmundur.Vísir/Samsett„Að lítið bæjarfélag á Íslandi skuli vera með kröfur á eitt stærsta fyrirtæki í heimi. Þetta var í hugum sumra einhverskonar barátta Davíðs og Golíats. Og með hjálp allra þeirra sem komu þessari frétt á framfæri og þeirra fjölmörgu sem buðust til að hafa samband beint við Googla þá náði þetta greinilega á endanum á réttan stað og núna erum við græn allt árið.“ Með færslunni fylgir skjáskot af Google Maps þar sem sjá má Bolungarvík í grænum skrúða og ljóst að Google hefur skipt fyrri mynd út fyrir aðra sumarlegri. Blaðamaður fór á stúfana og rétt þykir að benda á að sömu sögu er að segja um Ísafjarðarbæ. Google hefur svipt hinni hvítu vetrarhulu af bænum og þar ríkir nú sumar allt árið um kring, í það minnsta á Google Maps. Færslu Jóns Páls má sjá hér að neðanAthygli út fyrir landsteinana Þessi herferð bæjarstjóranna tveggja náði lengra en bara hringinn í kring um okkar eldgamla Ísafold, en málið vakti athygli margra stórra miðla úti í heimi, þá helst í Bretlandi og Bandaríkjunum. Meðal miðla sem fjölluðu um baráttu bæjarstjóranna á sínum tíma voru BBC, Fox news og Telegraph en allir vísuðu þessir miðlar í frétt Vísis um málið. Líklegt má telja að þessi áhugi erlendra miðla á málinu hafi fangað athygli Google og orðið til þess að bæjarstjórarnir fengu ósk sína uppfyllta.
Bolungarvík Google Ísafjarðarbær Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira