Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 10:36 Jair Bolsonaro er ekki vinsæll meðal náttúruverndar- og mannréttindasinna. Andre Coelho/Getty Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Bandaríkin Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði.
Bandaríkin Brasilía Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira