Ferðast með söl og hvönn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Gísli með nípur í körfu. Mynd/Gunnar Freyr/Icelandic Explorer Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum í Emblu – norrænum matarverðlaunum sem verða veitt í Reykjavík 1. júlí. Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Eyjum er einn þeirra. Í rökstuðningi kemur fram að hann sé óþreytandi við að kynna fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. „Já, ég hef á undanförnum árum poppað upp í ýmsum löndum, upp á mitt eindæmi, og þá verið í samkrulli við þá sem eru svipað þenkjandi og ég og reka veitingastaði með staðbundna matreiðslu,“ staðfestir hann. Kveðst meðal annars hafa farið til Hong Kong, Sviss, Indlands, tvisvar til Bandaríkjanna og Ítalíu og verið í Póllandi í síðustu viku. „Þá tek ég hráefni með mér sem létt er að ferðast með, til dæmis söl og krydd, eins og hvönn, blóðberg, skessujurt, hvannarfræ og fleira slíkt.“ Hann kveðst nota sumurin til að safna í sarpinn. „Við í Slippnum reynum við að vera eins sjálfbær og staðbundin og við getum. Tínum kerfil, túnfífil, vallhumal, hvönn, njóla, skarfakál og söl og geymum til vetrarins, með því að setja þær í síróp, fyrsta eða þurrka þannig að við getum notað bragðið allt árið.“ Hann kveðst hafa þreifað sig áfram og sótt í gamlar heimildir. „Við erum svo heppin hér á Íslandi að hér er rosalega fátt eitrað, miðað við víða í heiminum. Svo lærir maður hvað er sérstakt við íslenska matarhefð með því að kynna hana öðrum menningarheimum. Fólki erlendis finnst til dæmis taðreyking ótrúlegt fyrirbæri og bragð af taðreyktu er sérstakt.“ Auk Slippsins rekur Gísli Skál í Hlemmi Mathöll, ásamt tveimur vinum sínum. „Við erum mörg sem stöndum að þessum veitingastöðum og margir kokkar og lærlingar vilja koma sérstaklega til okkar af því að við erum að gera sérstaka hluti.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira