Hafnar því að Söknuður byggi á Danny Boy Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 22:03 Jóhann Helgason í Hljóðrita þar sem Söknuður var tekinn upp. Fréttablaðið/Eyþór Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann. Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Jóhann Helgason, tónlistarmaður, hafnar því að lag hans „Söknuður“ sé byggt á írska þjóðlaginu Danny boy eins og lögmenn fyrirtækja, sem Jóhann hefur stefnt vegna líkinda við lagið You Raise Me Up, segja. Lögmennirnir krefjast frávísunar málsins en settu einnig fram efasemdir um að Jóhann hafi samið lagið Söknuð sem kom út á Íslandi árið 1977. Jóhann ræddi við þáttastjórnendur Reykjavíkur síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekkert nýtt, að Danny Boy sé „amma“ beggja laga. Við erum ekki að kaupa það en það eru alltaf tvö sjónarmið sem bítast á í svona málum,“ segir Jóhann og hafnar því að lagið sé byggt á írska þjóðlaginu. „Það hvarflaði aldrei að mér Danny Boy þegar ég samdi þetta lag, það hefur aldrei nefnt, hvorki fyrr né síðar og við komum af fjöllum þegar Danny Boy var nefnt,“ sagði Jóhann. „Þið getið gert „test“ með því að annars vegar syngja enska textann við Söknuð og hins vegar syngja með Danny Boy. Sungið með Söknuð er þetta sama lagið en sungið með Danny boy er það enn þá Danny boy,“ segir Jóhann. Höfundur lagsins You Raise Me Up, Rolf Løvland, dvaldi á Íslandi stuttu áður en að lag hans kom út árið 2002 í flutningi Secret Garden. Jóhann segir að Løvland hafi komist í kynni við lagið á kasettu sem hann fékk gefna auk þess sem að lagið var notað í flugvélum Icelandair á þessum tíma og því hafi hann ekki getað komist hjá því að heyra lagið. Jóhann sagði að lögin Söknuður og You Raise Me Up hafi verið metin tónfræðilega og við þá greiningu hafi komið fram að lögin eru líkari hvoru öðru heldur en Danny Boy. „Það má segja að öll lög séu búin til úr öðrum lögum, það er eins og að segja, öll skáldverk heims eru í orðabókinni. Það er bara spurning hvernig þú setur tengingarnar saman, ég taldi mig hafa gert það upp á nýtt en hann hafi ekki gert það,“ segir Jóhann.
Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Reykjavík síðdegis Tónlist Tengdar fréttir Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15 Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30 Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Tekist á um eitt mest selda lag allra tíma Helstu útgáfurisar eru meðal þeirra sem Jóhann Helgason stefnir fyrir dóm í Los Angeles í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2018 06:15
Warner og Universal hafna fullyrðingum Jóhanns Helgasonar í LA Lögmenn lögmannsstofunnar Loeb & Loeb í Bandaríkjunum, sem gætir hagsmuna fjögurra fyrirtækja sem stefnt er í höfundarréttarmáli Jóhanns Helgasonar, hafa skilað sinni fyrstu greinargerð í málinu til alríkisdómstólsins í Los Angeles. 19. febrúar 2019 07:30
Engin viðbrögð fást frá Løvland og Universal "MJÖG líkt“ You Raise Me up, segir vefurinn tmz.com um lagið Söknuð. Hvorki fást viðbrögð frá Rolf Løvland né Universal eftir málshöfðun Jóhanns Helgasonar. 1. desember 2018 07:15