Íslenski boltinn

Kópavogsslagur í bikarnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Thomas Mikkelsen skorar úr víti í úrslitaleiknum í fyrra.
Thomas Mikkelsen skorar úr víti í úrslitaleiknum í fyrra. vísir/bára
Kópavogsliðin Breiðablik og HK drógust saman í 16 liða úrslitum Mjólkurbikarsins en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Liðin mætast einmitt í Pepsi Max-deildinni á morgun klukkan 16.00.

Hinn Pepsi Max-slagurinn verður á milli Víkings og KA en Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, dró KA upp úr hattinum en hann er ættaður þaðan og hóf sinn knattspyrnuferil með KA-mönnum.

KR-ingar fara norður og mæta Völsungi og svo verður Suðurnesjaslagur þar sem að Keflavík mætir Njarðvík.

Leikirnir fara fram 29. og 30. maí.

Drátturinn í 16 liða úrslitin:

Víkingur - KA

Grindavík - Vestri

ÍBV - Fjölnir

FH - ÍA

Keflavík - Njarðvík

Þróttur - Fylkir

Völsungur - KR

Breiðablik - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira
×