Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:28 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Borgþór Hjörvarsson Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí. Kjaramál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí.
Kjaramál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira