Var í símanum og missti af fyrirspurn þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2019 09:34 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var ekki vel með á nótunum í fyrirspurnatíma á þingi í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, þurfti að endurtaka munnlega fyrirspurn sína til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, á Alþingi í gær vegna þess að ráðherrann fylgdist ekki nægilega vel með. Bjarni, sem var í símanum á meðan Björn var í pontu, sagði að hann hefði haldið að fyrirspurninni væri beint að öðrum ráðherra. Fyrirspurnin varðaði kaup ríkisins á hugbúnaði en Björn kom hins vegar að tómum kofanum hjá Bjarna. Á myndbandsupptöku úr þingsal má sjá að Bjarni var að nota snjallsíma í sæti sínu á meðan Björn bar upp fyrirspurnina. „Afsakið forseti, ég hafði tekið því þannig að fyrirspurninni væri beint á annan ráðherra, ég var bara ekki að fylgjast nægilega vel með. Ég verð bara að taka það á mig þó að ég hafi verið hérna í þingsal,“ sagði Bjarni. „Þá er úr vöndu að ráða,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingforseti, sem lagði til að Björn bæri fram fyrirspurn sína aftur og að fjármálaráðherra hlustaði vel. Baðst Bjarni síðan afsökunar og lofaði því að afla upplýsinga til að svara fyrirspurn Björns.Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi Bjarna í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Fullyrti hann að ráðherrar væru iðulega í símanum þegar þeir væru í þingsal, einkum ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. „Símana nota þeir eflaust til að vera í sambandi við aðstoðarfólk sitt sem situr í hliðarsölum og dælir í þá punktum til að nota í svarræðum. Eða kannski eru þeir í Candy Crush eða kapal, hvað veit ég? En útkoman verður sú að þeir hafi öðrum og mikilvægari skyldum að gegna en að sitja undir ræðum þingmanna; þeir séu í raun og veru annars staðar – að stjórna landinu,“ skrifaði Guðmundur Andri og vildi meina að þetta hafi verið það sem kom Bjarna í koll í gær.Skjáskot/Facebook
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Erlent Fleiri fréttir Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Sjá meira