Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 07:30 Það var gaman hjá Joel Embiid í nótt. Getty/Mitchell Leff Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019 NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Maður kvöldsins var án efa Joel Embiid, miðherji Philadelphia 76ers, en hann skoraði 33 stig í leiknum auk þess að taka 10 fráköst og verja 5 skot.@JoelEmbiid (33 PTS, 10 REB, 5 BLK) drops a #NBAPlayoffs career-high, guiding the @sixers (2-1) to victory in Game 3! #PhilaUnite Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/yj13ArdNbQ — NBA (@NBA) May 3, 2019„Þegar ég hef gaman þá breytist leikur minn inn á vellinum,“ sagði Joel Embiid eftir leik. „Það er alltaf verið að segja við mig að ef ég brosi ekki inn á vellinum þá þýðir það að ég er að spila illa eða ekki að leggja mig nógu mikið fram. Ég veit því til að koma mér í gang þá þarf ég að hafa gaman inn á gólfinu,“ sagði Joel Embiid. Joel Embiid skoraði fimm stigum meira í þessum leik (33) heldur en í fyrstu tveimur leikjunum til samans (28). Hann hækkað skotnýtingu sína úr 28 prósentum upp í 50 prósent og varði líka fimm sinnum fleiri skot í leik þrjú í nótt en í leikjum eitt og tvö til samans.Joel Embiid scored 33 PTS and grabbed 10 REB in 28 minutes-played in the @sixers Game 3 win, becoming the first player since Kevin McHale (1990) to record 30+ PTS and 10+ REB in under 30 minutes-played in a playoff game. @EliasSportspic.twitter.com/edSNiU0OIY — NBA.com/Stats (@nbastats) May 3, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá varð Joel Embiid í nótt fyrsti leikmaðurinn í 29 ár til að ná 33 stigum og 10 fráköstum á innan við 30 mínútum í leik í úrslitakeppninni. Því hafði enginn náð síðan að Kevin McHale gerði það með Boston liðinu vorið 1990. Jimmy Butler var besti maður 76ers í sigrinum í leik tvö og bætti við 22 stigum, 9 fráköstum og 9 stoðsendingum í leiknum í nótt. Leikstjórnandinn Ben Simmons var með 10 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.@JimmyButler's (22 PTS, 9 REB, 9 AST) near triple-double helps the @sixers defeat TOR and go up 2-1 in the series! #PhilaUnite#NBAPlayoffs Game 4: Sunday (5/5), 3:30pm/et, ABC pic.twitter.com/ghV0onr6XU — NBA (@NBA) May 3, 2019Kawhi Leonard var með 33 stig á 37 mínútum fyrir Toronto og Pascal Siakam skoraði 20 stig. Kyle Lowry var aftur á móti aðeins með 8 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Liðið tapaði líka með 28 stigum þær 39 mínútur sem Kyle Lowry spilaði. Toronto Raptors vann fyrsta leikinn í einvíginu með 13 stigum en síðan hefur 76ers liðið svaraði með tveimur sigrum í röð. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Næsti leikur er í Philadelphia á sunnudaginn kemur. Staðan í undanúrslitaeinvígunum fjórum er hér fyrir neðan.The @sixers take a 2-1 series lead with the WIN Thursday night! #NBAPlayoffspic.twitter.com/KW3grhe58i — NBA (@NBA) May 3, 2019
NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira