Ráðherra stóðst prófið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. maí 2019 20:00 Frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar Hertz við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Vísir/Elín Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik. Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Ekki er útilokað að allir viðskipavinir bílaleiga verði skyldaðir til að ljúka ítarlegri umferðarfræðslu áður en þeir fá afhenta lykla að bílaleigubíl. Markmið tilraunaverkefnis sem ýtt var úr vör í dag er að bæta hegðun ökumanna og fækka óhöppum. Ferðamálaráðherra stóðst prófið. Verkefnið er unnið af Safetravel í samstarfi við bílaleiguna Hertz en frá og með deginum í dag þurfa allir viðskiptavinir bílaleigunnar við Flugvallaveg að kynna sér fræðsluefni og taka stutt próf áður en þeir fá afhenta lyklana. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra var fyrst til að gangast undir prófið. „Ég gerði það, með glæsibrag. Það hefði nú verið verra ef ég hefði ekki komist í gegnum þetta próf,“ segði Þórdís Kolbrún. Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir verkefnið hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma en það hafi sýnt sig að fræðsluátök í samstarfi við ferðaþjónustuna hafi gefið góða raun. „Það er verið að spyrja um hvernig ætlar þú að bregðast við í ákveðnum aðstæðum og fá fólk til að hugsa um inn í hvernig umhverfi það er að koma hérna á Ísland. Því að ég held að það sé nokkuð ljóst að fæstir gesta okkar sem koma hingað að keyra þekkja endilega aðstæðurnar,“ segir Smári. Hann kveðst vona að fleiri bílaleigur taki þátt og láti sína viðskiptavini undirgangast fræðslu, jafnvel að það verði lögboðin skylda. Ráðherra segir það ekki útilokað. „Það er algjörlega eitthvað sem kemur til greina og ég auðvitað fagna því sérstaklega þegar greinin sjálf, í samvinnu við Landsbjörg, ákveður að taka af skarið og gera þetta og þetta eru auðvitað hagsmunir okkar allra,“ segir Þórdís. „Vonandi munu aðrar bílaleigur taka þetta upp og á einhverjum tímapunkti verði þetta bara sjálfsagður partur af því að leigja sér bíl.“ Hendrik Berndsen, framkvæmdastjóri bílaleigunnar Hertz, kveðst ekki hafa áhyggjur þótt afgreiðslan muni ganga hægar fyrir sig. „Við þurfum að upplýsa okkar ferðamenn um vegi og hætturnar í umferðinni,“ segir Hendrik.
Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira