Innlent

Par handtekið með talsvert magn af kókaíni í Herjólfi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Parið kom til Vestmannaeyja með Herjólfi.
Parið kom til Vestmannaeyja með Herjólfi. Vísir/Einar
Lögreglan í Vestmannaeyjum stöðvaði í vikunni bifreið sem kom með Herjólfi til Vestmannaeyja. Við leit í bifreiðinni fundust um 50 grömm af ætluðu kókaíni.

Par sem var á bifreiðinni var handtekið í þágu rannsóknar málsins og viðurkenndi karlmaður á fertugsaldri að vera eigandi efnanna. Parið hefur áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefnamisferlis. Málið telst að mestu upplýst, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Þá eru tvær líkamsárárásir til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum eftir síðustu vikur. Í báðum tilvikum var um minniháttar árásir að ræða og minniháttar áverka. Í öðru tilvikinu var um að ræða líkamsárás í heimahúsi en í hinu tilvikinu var árásin gerð á veitingastað í bænum.

Á undanförnum vikum hafa þrír ökumenn verið stöðvaðir í Vestmannaeyjum vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir vegna gruns um ölvun við akstur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×