Erlent

Breytingar á skotvopnalögum hittu beint í mark hjá svissneskum kjósendum

Andri Eysteinsson skrifar
Frá svissnesku ölpunum þar sem byssueign er algeng.
Frá svissnesku ölpunum þar sem byssueign er algeng. Getty/Tim Graham
Gengið var til þjóðaratkvæðagreiðslu um herta skotvopnalöggjöf í landinu. Með lagabreytingunni myndi löggjöfin samræmast gildandi lögum í nágrannalöndum Sviss.

Samkvæmt SwissInfo hefur tillagan nú verið samþykkt með 63.7% atkvæða. Meirihluti var fyrir samþykki í 25 af 26 kantónum Sviss. Mestur stuðningur fékkst í kantónunum Vaud, Neuchatel og Zurich en eina kantónan sem var andsnúin lagabreytingunni var Ticino en 54% kjósenda vildu óbreytt ástand.

Ríkisstjórn Sviss og þing landsins studdu tillöguna og sögðu mikilvægt að samræma löggjöfina til þess að styrkja samband Sviss og ESB ríkja á borð við Frakkland. Andstæðingar lagabreytinganna segja að löggjöfin muni hafa lítil sem áhrif á hryðjuverkastarfsemi og muni þess heldur hafa íþyngjandi áhrif á löghlýðna skotvopnaeigendur í landinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×