Lífið

Ráðist að Schwarzenegger í Suður-Afríku

Andri Eysteinsson skrifar
Sparkað var hressilega í Arnold sem kippti sér ekki mikið upp við höggið.
Sparkað var hressilega í Arnold sem kippti sér ekki mikið upp við höggið. Getty/Sam Tabone
Tortímandinn, líkamsræktarfrömuðurinn og fyrrverandi ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger varð fyrir árás í Suður-Afríku í dag.

Arnold er staddur í Suður-Afríku vegna Arnold Africa Classic íþróttamótsins sem hann stendur fyrir.

Hinn 71 árs gamli Schwarzenegger var að taka Snapchat myndir af stúlkum í sippkeppni mótsins þegar að maður hljóp skyndilega að honum stökk upp og sparkaði í bak Austurríkismannsins. Öryggisverðir gripu manninn snarlega og komu honum í burt.

Arnold segir á Twitter síðu sinni að honum hafi ekki orðið meint af árásinni og kvaðst ekki hafa tekið eftir því að sparkað hafi verið í hann, hann hafi talið að æstur múgurinn hafi rekist á hann eins og gerist oft. Arnold sagðist að lokum ánægður með að „fíflið hafi ekki eyðilagt Snappið“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×