Handhafi dýrmætasta minjagrips Íslands í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 09:37 Peter Fenner ásamt Einari Hrafni Stefánssyni sem skrifaði að sjálfsögðu á fánann. Vísir/Kolbeinn Tumi Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Englendingurinn Peter Fenner er skilgreiningin á aðdáanda Íslands í Eurovision. Hann hefur fylgt íslenska hópnum eftir allt frá því hann heillaðist af All out of luck í Jerúsalem fyrir tuttugu árum. Enn er hann mættur og með tuttugu ára gamlan minjagrip með sér. „Fáninn er frá Jerúsalem árið 1999 þegar Selma varð í öðru sæti. Það var partý hjá konsúlnum og ég skemmti mér svo vel og dáðist svo að þeim að íslenski hópurinn gaf mér fánann. Nú er hann orðinn tuttugu ára og ég hef mætt með hann á hverju ári.“ Peter útskýrir að hver einasti listamaður sem komið hefur fram fyrir Ísland í Eurovision frá árinu 1999 hafi áritað fánann. Klemens Hannigan áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi „Palli, Guðrún Gunnars, Alma Rut, Friðrik Ómar, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún,“ segir Peter og gefst upp enda listinn orðinn ansi langur. Og þéttskrifað á fánann. Eðli málsins samkvæmt bað Peter liðsmenn Hatara að skrifa á fánann við brottför af hótelinu í morgun. Hópurinn lagði af stað upp í höll klukkan 9:15 að íslenskum tíma en tæpir tíu tímar eru í að sjónvarpsútsendingin hefjist í Expo Tel Aviv höllinni. Fram að þeim tíma verður nóg að gera hjá sveitinni. Æfing jafnlöng sýningunni þar sem allt verður prófað í síðasta skipti fyrir stóra augnablikið. „Við þurfum að fara að huga að því að fá nýjan fána.“ Andrean áritar fánann.Vísir/Kolbeinn Tumi Fáninn er þó ekki innrammaður á heimili Peter heldur vefur hann honum upp og geymir á góðum stað. „Annars þyrfti ég alltaf að taka hann út úr rammanum fyrir hverja ferð,“ segir Peter. „The dancing gimp diva,“ skrifaði Andrean dansari á fánann. Klemens Hannigan skrifaði: „Remember to love before hate will prevail.“ Peter segir að í tvígang hafi hann komist nærri því að glata fánanum. Í Belgard 2008 hafi hann gleymst í keppnishöllinni og í Riga 2003 hafi hann misst fánann ofan í stöðuvatn. Hann er þó enn á sínum stað og líklega vandfundnari dýrmætari minjagripur frá Eurovision ferðalagi Íslands undanfarna tvo áratugi. Fyrstu skilaboðin á fánanum frá Jerúsalem 1999.Vísir/Kolbeinn Tumi Peter, Paul og Jonathan eru þrír vinir sem ferðast saman á Eurovision. Jonathan var með Peter í morgun og þeir nefndu að það þyrfti að fara að finna nýjan fána því erfitt væri að finna pláss til að skrifa á fánann. „Einn daginn munum við koma fánanum fyrir á safni,“ segir Peter. „Kannski á næsta ári,“ segir Jonathan og gefur í skyn að mögulega sé nóg komið af þessu. Peter sýnir Íslendingunum fánann fyrir brottför af hótelinu í morgun.Vísir/Kolbeinn Tumi „Eða við bjóðum hann upp!“ bætir Peter við. Peter stökk svo upp í rútu með Hatara en hann er Gísla Marteini Baldurssyni til halds og trausts í sjónvarpsútsendingunni á RÚV enda hafsjór af fróðleik um Eurovision. Peter deildi með blaðamanni þessari mynd af sér og Selmu í partýinu hjá konsúlnum árið 1999.Peter Fenner
Eurovision Íslenski fáninn Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira