Fylgist með kærastanum á stóra sviðinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 18. maí 2019 10:00 Viktor er stoltur af sínum manni. Andrean Sigurgeirsson, dansari og meðlimur Hatara, hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Eurovision. Evrópa dáist að danshæfileikum hans, framkomu og fatavali. Viktor Stefánsson, kærasti Andreans, er staddur í Tel Avív og segir ferðina hafa verið ævintýri líkast. „Þetta er einstök upplifun, að fá að fylgja liðinu út og hvað þá að sjá kærastann sinn dansa og „death-droppa“ í leðurbúningi á sviði fyrir framan rúmlega 300 milljón manns,“ segir Viktor og bætir því við að hann sé afar stoltur af hópnum. Viktor er sjálfur mikill aðdáandi Eurovision en segir Andrean ekki vera þekktan fyrir ást sína á keppninni. „Andrean mætir í Eurovision-partíin en hann þekkir ekki sigurvegara fyrri ára eða getur sungið lögin, nema kannski Euphoria. En já, mér finnst þetta skemmtilegt! Hvað getur maður ekki fílað við þetta?“ segir Viktor. Hann segir keppnina hafa gefið heiminum mörg góð lög til að dansa við og að hugmyndin um að Evrópa skuli koma saman einu sinni á ári í keppni sem þessari sé afar jákvæð.Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Haraldsson söngvara.Nordicphotos/GettyMikið hefur verið rætt um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael þrátt fyrir deilur Ísraels og Palestínu. Viktor segir það alþekkt að stjórnvöld nýti stórviðburði til þess að fegra ímynd sína og að þar séu ísraelsk stjórnvöld engin undantekning. Hann segir þversögn fólgna í því að halda viðburð sem táknar sameiningu og ást í landi þar sem þjóðernishópar eru aðskildir og einangraðir og ástand sé óstöðugt. „Við fyrstu sýn virðist Tel Avív vera eins og hver önnur frjálslynd stórborg. En það er margt sem liggur þarna að baki sem flestir munu ekki sjá. Gjörningur og list á að vera gagnrýnin og vekja viðbrögð, þá hefur hún gert sitt. Þetta er vettvangur til þess að skapa umræðu og beina sjónarhorni almennings frá glamúrnum yfir á raunveruleg málefni.“ Að áliti Viktors hefur Hatara tekist að skapa mikla umræðu. „Hatari er gjörningur sem óneitanlega skapar viðbrögð, góð sem slæm.“ Hann segir hópinn hafa áhrif á margan hátt og nefnir að þátttaka hans í keppninni hafi til að mynda haft jákvæð áhrif á hinsegin samfélagið með búningavali og sýnileika regnbogafánans. En Hatari veifaði fánanum þegar ljóst var að hópurinn hefði komist í úrslit keppninnar. Hatara hefur verið spáð góðu gengi og jafnvel sigri í keppninni í ár og segir Viktor Ísland vel geta haldið keppnina fari svo að Hatari sigri. „Höllin hér gerir það ljóst að það þarf ekki einhvern ólympíuleikvang til að halda þessa keppni. Ég held að það séu rúmlega sjö þúsund manns í salnum hér miðað við einhver 40 þúsund þegar Þýskaland hélt keppnina. Þannig að við gætum alveg hundrað prósent haldið keppnina“. Lykilinn segir Viktor vera að Íslendingar tileinki sér aga í stað þess að reiða sig á „reddast-þankaganginn“ sem af mörgum er sagður einkennandi fyrir þjóðina. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Sagan á bak við fataval Andreans Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli. 14. maí 2019 15:30 Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London "Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu.“ 15. maí 2019 14:30 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Andrean Sigurgeirsson, dansari og meðlimur Hatara, hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í Eurovision. Evrópa dáist að danshæfileikum hans, framkomu og fatavali. Viktor Stefánsson, kærasti Andreans, er staddur í Tel Avív og segir ferðina hafa verið ævintýri líkast. „Þetta er einstök upplifun, að fá að fylgja liðinu út og hvað þá að sjá kærastann sinn dansa og „death-droppa“ í leðurbúningi á sviði fyrir framan rúmlega 300 milljón manns,“ segir Viktor og bætir því við að hann sé afar stoltur af hópnum. Viktor er sjálfur mikill aðdáandi Eurovision en segir Andrean ekki vera þekktan fyrir ást sína á keppninni. „Andrean mætir í Eurovision-partíin en hann þekkir ekki sigurvegara fyrri ára eða getur sungið lögin, nema kannski Euphoria. En já, mér finnst þetta skemmtilegt! Hvað getur maður ekki fílað við þetta?“ segir Viktor. Hann segir keppnina hafa gefið heiminum mörg góð lög til að dansa við og að hugmyndin um að Evrópa skuli koma saman einu sinni á ári í keppni sem þessari sé afar jákvæð.Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Haraldsson söngvara.Nordicphotos/GettyMikið hefur verið rætt um þá staðreynd að keppnin sé haldin í Ísrael þrátt fyrir deilur Ísraels og Palestínu. Viktor segir það alþekkt að stjórnvöld nýti stórviðburði til þess að fegra ímynd sína og að þar séu ísraelsk stjórnvöld engin undantekning. Hann segir þversögn fólgna í því að halda viðburð sem táknar sameiningu og ást í landi þar sem þjóðernishópar eru aðskildir og einangraðir og ástand sé óstöðugt. „Við fyrstu sýn virðist Tel Avív vera eins og hver önnur frjálslynd stórborg. En það er margt sem liggur þarna að baki sem flestir munu ekki sjá. Gjörningur og list á að vera gagnrýnin og vekja viðbrögð, þá hefur hún gert sitt. Þetta er vettvangur til þess að skapa umræðu og beina sjónarhorni almennings frá glamúrnum yfir á raunveruleg málefni.“ Að áliti Viktors hefur Hatara tekist að skapa mikla umræðu. „Hatari er gjörningur sem óneitanlega skapar viðbrögð, góð sem slæm.“ Hann segir hópinn hafa áhrif á margan hátt og nefnir að þátttaka hans í keppninni hafi til að mynda haft jákvæð áhrif á hinsegin samfélagið með búningavali og sýnileika regnbogafánans. En Hatari veifaði fánanum þegar ljóst var að hópurinn hefði komist í úrslit keppninnar. Hatara hefur verið spáð góðu gengi og jafnvel sigri í keppninni í ár og segir Viktor Ísland vel geta haldið keppnina fari svo að Hatari sigri. „Höllin hér gerir það ljóst að það þarf ekki einhvern ólympíuleikvang til að halda þessa keppni. Ég held að það séu rúmlega sjö þúsund manns í salnum hér miðað við einhver 40 þúsund þegar Þýskaland hélt keppnina. Þannig að við gætum alveg hundrað prósent haldið keppnina“. Lykilinn segir Viktor vera að Íslendingar tileinki sér aga í stað þess að reiða sig á „reddast-þankaganginn“ sem af mörgum er sagður einkennandi fyrir þjóðina.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Tengdar fréttir Sagan á bak við fataval Andreans Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli. 14. maí 2019 15:30 Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London "Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu.“ 15. maí 2019 14:30 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Sagan á bak við fataval Andreans Fataval Andreans Sigurgeirssonar, eins þriggja dansara í Eurovision-atriði Íslands, á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í vikunni hefur vakið töluverða athygli. 14. maí 2019 15:30
Kófsveittur í keppnishöllinni eftir að hafa farið á rangan flugvöll í London "Ég rétt náði kvöldinu í gær. Ég átti að mæta fyrr um daginn um klukkan tvö en ég mætti á vitlausan flugvöll og missti af fluginu mínu.“ 15. maí 2019 14:30