Matthías og Klemens eftir dómararennslið: Vilja fund með Trump Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 23:13 Matthías og Klemens fyrir utan Dan Panorama hótelið í kvöld. vísir/sáp „Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision. Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Það gekk bara mjög vel. Við vorum afslappaðri en vanalega held ég,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Íslenski hópurinn kom á hótel sitt um klukkan 02 að staðartíma að loknu dómararennslinu í Eurovision í Expo-höllinni í Tel Aviv.Upptöku af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. „Ég ætla ekki að segja að þetta sé farið að venjast en þetta er ekki glænýtt. Við vorum svona rólegri í skinninu heldur en við höfum verið,“ segir Matthías. Þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann myndi eftir atriðinu að því loknu. Það segði sína sögu. Klemens Hanningan var frábær á dómararennslinu í kvöld og var sérstaklega tekið eftir því í blaðamannahöllinni hvernig hann negldi falsettuna sína.Ljóst hvar við stöndum Aðspurður segist Klemens vera ánægður með sjálfan sig og Matthías bætir við að það séu þau öll. Í vikunni hefur Hatari farið í viðtöl við marga af stærstu miðlum heims og segja þeir að mikið sé verið að spyrja þá út í pólitík. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Ekki sárir út í Trump Hann segist vera sáttur við það að hafa slegið þennan tón. „En við erum samt að dansa á þessari línu að halda okkur í keppninni,“ segir Matthías. Þeir báðir segjast ekki vera orðnir leiðir á því að svara spurningum í tengslum við pólitík. Klippa þurfti skyndilega á viðtal við drengina á CNN í gær þegar skipt var yfir á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem var að taka á móti kollega sínum frá Sviss við Hvíta húsið. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess.“ Þeir vilja segja þetta við íslensku þjóðina fyrir morgundaginn.Ætla sér sigur „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar. Ég táraðist yfir svissneska atriðinu. Það hitti einhvern streng í mér í dag sem er í senn svo óræður en samt svo sammannlegur að maður getur ekki annað en tárast.“ Þeir vinna bæði fyrir stuðning og uppbyggilegri gagnrýni frá Íslandi. „Við fögnum hvoru tveggja.“ Aðspurður segir Matthías að lokum að markmiðið sé enn skýrt. Hatari ætli að sigra í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira