Baldur um að hafa verið kallaður gyðingahatari: Héldu líklega að ég væri stórhættulegur Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 20:00 Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“ Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Dvöl íslenska hópsins hefur að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig í Tel Aviv en það eru alls ekki allir heimamenn hrifnir af framlagi Hatara og okkar Íslendinga í Eurovsion í ár. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálfræði, er hér í Tel Aviv með íslenska Eurovisionhópnum og lenti hann í þeirri óheppilegri lífsreynslu í vikunni að vera kallaður gyðingahatari á almannafæri. „Það er svona einstaka aðili sem missir sig í þessu pólitíska andrúmslofti sem keppnin er haldin í. Bæði heima á Íslandi og hérna,“ segir Baldur „Það er nokkuð hörð gagnrýni og stundum notuð sterk lýsingarorð heima í garð okkar sem eru fylgjandi því að taka þátt í þessari keppni og þetta á sér einnig stað hérna. Ég held að þetta tengist umfjöllun ísraelskra dagblaða á ummælum Hatara um stefnu ísraelskra stjórnvalda í garð Palestínu sem sumir Ísraelar, alls ekki allir, sem líta á þetta andgyðinglegan áróðir og þeir taka okkur ekki eins fagnandi eins og hinir,“ segir Baldur og bætir við: „Ég lenti í því í fyrradag á götu hér í Ísrael að gangandi vegfarandi komst að því hvaðan ég væri og það var bara öskra gyðingahatari, gyðingahatari og aðrir vegfarendur litu upp og hugsuðu líklega hvaða stórhættulegi og furðulegi maður væri þarna á ferð. Ég kom mér bara í rólegheitunum í burtu,“ segir Baldur og bætir við að þetta hafi verið óþægileg tilfinning.Annað kvöld keppir Ísland í fyrsta sinn á lokakvöldi Eurovision síðan 2014.nordicphotos/gettyMikið hefur verið rætt og ritað um íslenska atriðið í fjölmiðlum um alla Evrópu og vilja flestir meina að atriði sé hápólitískt. Baldur segir aftur á móti að keppnin hafi alltaf í grunninn verið mjög pólitísk.Eurovision hápólitísk keppni „Boðskapurinn er friðarboðskapur, samvinna og fjölbreytileiki og á þeim grundvelli er keppnin hápólitísk og það er í raun bara ákveðin pólitík sem má boða. Það má ekki vera með mjög sértæka gangrýni sem felur í sér andúð á tilsettum ríkjum eða í garð tiltekins atburðar. Það sem er verið að gera með Eurovision er að það er verið að reyna búa til rými sem tekur okkur í rauninni úr þessu dægurþrasi og átakastjórnmálum og búa til rými þar sem við fókuserum á það sem við eigum sameiginlegt, en ekki það sem sundrar okkur. Ég held að það sé algjörlega tilraunarinnar virði að taka þátt í þessu.“ Baldur hefur mikið rannsakað og kannað mjúkt vald. „Það sem ég á við um mjúkt vald og Eurovision er að það er þegar ríki nota keppnina til þess að koma sínum skilaboðum á framfæri, bæði til sinna eigin landsmanna sem og allra annara. Svíþjóð er mjög gott dæmi um þetta. Boðskapur Eurovision á í rauninni mjög vel við hvernig Svíar líta á sjálfan sig og hvernig þeir vilja aðrir í heiminum líti á Svíþjóð.“
Eurovision Tengdar fréttir Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15 Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45 Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00 Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00 Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hatari í æfingagöllunum á æfingunni sem gekk eins og í sögu Hatari steig á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv í dag og tók lagið Hatrið mun sigra á æfingu íslenska hópsins fyrir dómararennslið. 17. maí 2019 13:15
Gaddar og ólar í stað glimmers Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. 17. maí 2019 07:45
Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti. 17. maí 2019 09:00
Hera Björk fínpússar raddir Hatara Söngkona Hera Björk Þórhallsdóttir hefur síðustu daga verið í Tel Aviv og kom meðal annars fram á Euro Café klúbbnum í vikunni. 17. maí 2019 12:00
Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. 17. maí 2019 13:00
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp