Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2019 09:00 Eftir að hafa brotist inn í Baldvinsskála, gengið þar um eins og svín þökkuðu gestirnir fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar. stefán jökull Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira