Óvissunni um Madonnu loksins eytt Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 12:42 Madonna mun flytja lögin Like a Prayer og Future en kostnaðurinn við að fá hana er sagður nema einni milljón dollara. Vísir/Getty Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á. Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
Eftir viðræður mánuðum saman liggur loks ljóst fyrir að Madonna kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision á laugardaginn í Tel Aviv. The Jerusalem Post greinir frá því að Madonna hafi skrifað undir samning þess efnis í morgun. Söngkonan mun hafa komið til Tel Aviv seint á þriðjudagskvöld og lenti upp á kant við skipuleggjendur vegna þess að æfingar áttu að fara fram í höllinni án þess að skrifað hefði verið undir. Madonna æfði í keppnishöllinni í gær og hefur nú samþykkt að koma fram samkvæmt miðlum hér ytra. Von er á tilkynningu frá EBU, Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Madonna æfði aftur í Expo Tel Aviv höllinni í morgun. Líkt og í gær æfði Madonna fyrir luktum dyrum og vakti það athygli margra í höllinni hve mjög aðgangur var skyndilega hertur og öryggisgæsla aukinn. Töldu margir líklegt að Madonna væri að æfa sem nú hefur verið staðfest. Ekki liggur fullkomlega fyrir hvað Madonnu og EBU hefur greint á um. Blaðamaður Jerusalem Post telur greiðslur fyrir laugardagskvöldið ekki vandamálið þar sem milljarðamæringurinn Sylvan Adams greiðir þann kostnað úr eigin vasa. Aðrir miðlar hafa gert að því skóna að deilur EBU og Madonnu snúist frekar um höfundaréttarmál eða pólitísk skilaboð í atriði hennar. Madonna hefur verið iðinn við að birta myndir og myndbönd af sér á Instagram undanfarna tvo daga í fullum skrúða. Reiknað er með að Madonna komi fram á laugardagskvöldið á meðan símakosningunni stendur. Reiknað er með að hún taki lögin Like a Prayer og Future. Rapparinn Quavo úr tríóinu Migos, sem vann með Madonnu að gerð Future, mun koma fram með henni. Quavo heldur einmitt tónleika í Tel Aviv í kvöld sem uppselt er á.
Eurovision Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira