Íslenski boltinn

Ásthildur sér smá af systur sinni í Birtu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birta Guðlaugsdóttir, markvörður Stjörnunnar sem fædd er árið 2001, átti stórleik fyrir Garðabæjarliðið þegar að það tapaði fyrir toppliði Vals, 1-0, í þriðju umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Birta kom svo sannarlega í veg fyrir stærra tap Stjörnukvenna en þessi gríðarlega efnilegi markvörður er nú að spila sína fyrstu leiki í efstu deeild. Hún byrjaði í marki uppeldisfélags síns í Ólafsvík fjórtán ára gömul.

Ásthildur Helgadóttir hreifst mikið af frammistöðu Birtu og sagði hana líkjast aðeins systur sinni Þóru B. Helgadóttur sem er besti markvörður Íslandssögunnar.

„Það var ótrúlega gaman að sjá hana og hún varði mörgum sinnum virkilega vel. Það var líka gaman að sjá hvað hún var örugg. Hún hefur líka hæfileika til þess að vera stjórnandi á bak við vörnina ekki ósvipað Þóru sem stýrði vörninni mikið,“ sagði Ásthildur í Pepsi Max-mörkum kvenna í gærkvöldi.

„Hún er með góða fótavinnu líka og getur kallað og stýrt vörninni. Mér fannst ég sjá það í þessari stelpu fyrir utan þessar frábæru markvörslur,“ sagði Ásthildur.

Umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×