Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna hærri en gengur og gerist í Evrópu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 15. maí 2019 12:46 Magnús Smári Smárason, formaður Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að endurskoða þurfi lífeyristökualdur þeirra sem vinna erfið og hættuleg störf. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hér á landi þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku til þess að fá fullan lífeyri. Magnús Smári Magnússon, formaður Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að endurskoða þurfi þetta. Starfið sé líkamlega og andlega erfitt og fáir þoli slíkt álag fram á sjötugsaldur. Í skoðana pistli sem birtist í fréttablaðinu í gær bendir Magnús Smári Smárason, formaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, á að breyta þurfi lífeyrisaldri þeirra sem vinna erfið og hættuleg störf. Hann vill að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fái fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Hér á landi þurfi þeir að starfa til 67 ára aldurs en reynslan sýni að fái nái þeim áfanga. „Þetta er búið að vera baráttumál slökkviliðsmanna lengi hér á Íslandi. Það er þannig að þessi vinna gerir líkamlegar kröfur til þeirra sem henni sinna. Með aldrinum verður erfiðara og erfiðara að uppfylla þessa kröfu. Síðan eru það önnur atriði eins og við höfum bent á varðanid aukna tíðni krabbameina. Síðan er andlega hliðin annar hluti af þessu. Þannig að það er ekki rosalega farsælt að eldast í starfi,“ segir hann.Málið týnt hjá ráðuneytinuLífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna sé samkvæmt könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Árið 2016 hafi ráðherra verið falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila af sér fyrir árslok 2017. Hins vegar hefur ekkert orðið af því. „Mér finnst þetta bara hafa týnst. Þetta virðist hafa sofnað í þessari nefnd. Við erum ekki eini hópurinn sem fellur undir þessa snemmtöku lífeyris. Það er bara mjög mikilvægt að þessi starfshópur ljúki þessari vinnu. Það eru allir að bíða eftir þessum niðurstöðum svo það sé hægt að gera eitthvað,“ segir hann. Kjaramál Slökkvilið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hér á landi þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku til þess að fá fullan lífeyri. Magnús Smári Magnússon, formaður Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að endurskoða þurfi þetta. Starfið sé líkamlega og andlega erfitt og fáir þoli slíkt álag fram á sjötugsaldur. Í skoðana pistli sem birtist í fréttablaðinu í gær bendir Magnús Smári Smárason, formaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, á að breyta þurfi lífeyrisaldri þeirra sem vinna erfið og hættuleg störf. Hann vill að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fái fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Hér á landi þurfi þeir að starfa til 67 ára aldurs en reynslan sýni að fái nái þeim áfanga. „Þetta er búið að vera baráttumál slökkviliðsmanna lengi hér á Íslandi. Það er þannig að þessi vinna gerir líkamlegar kröfur til þeirra sem henni sinna. Með aldrinum verður erfiðara og erfiðara að uppfylla þessa kröfu. Síðan eru það önnur atriði eins og við höfum bent á varðanid aukna tíðni krabbameina. Síðan er andlega hliðin annar hluti af þessu. Þannig að það er ekki rosalega farsælt að eldast í starfi,“ segir hann.Málið týnt hjá ráðuneytinuLífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna sé samkvæmt könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Árið 2016 hafi ráðherra verið falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila af sér fyrir árslok 2017. Hins vegar hefur ekkert orðið af því. „Mér finnst þetta bara hafa týnst. Þetta virðist hafa sofnað í þessari nefnd. Við erum ekki eini hópurinn sem fellur undir þessa snemmtöku lífeyris. Það er bara mjög mikilvægt að þessi starfshópur ljúki þessari vinnu. Það eru allir að bíða eftir þessum niðurstöðum svo það sé hægt að gera eitthvað,“ segir hann.
Kjaramál Slökkvilið Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira