Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira
Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Sjá meira