Nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 11:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“ Alþingi Þungunarrof Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Það er nær fordæmalaust að formaður stjórnarflokks í ríkisstjórn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi segir prófessor í stjórnmálafræði. Það geti verið varasamt fyrir stjórnarsamstarfið ef fordæmi skapast fyrir því að stjórnarþingmenn leggist gegn málum ríkisstjórnarinnar, en bæði þingmenn og formaður Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof í fyrradag. Nokkuð hart var tekist á á alþingi í gær um þungunarrofsfrumvarpið sem samþykkt var með 40 atkvæðum gegn 18 í fyrradag. Þar af voru átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins en Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir það heyra til undantekninga að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. „Yfirleitt eru stjórnarflokkar, stjórnarþingmenn, mjög tryggir sínum flokkum og greiða atkvæði eins og greiða atkvæði með stjórnarfrumvörpum og ef þeir greiða ekki atkvæði með þá sitja þeir frekar hjá,“ segir Gunnar Helgi.Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.Vísir/EgillMeðal þingmannanna átta var Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður flokksins. Aðspurður segist Gunnar Helgi ekki þekkja fordæmi þess að formaður stjórnarflokks greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi. Þróun í þessa átt gæti hugsanlega haft áhrif á stjórnarsamstarfið. „Þetta hefur ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið alla veganna til skemmri tíma en það er auðvitað svolítið óheppilegt fyrir ríkisstjórn að leyfa mikið af því að stjórnarþingmenn greiði atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum af því að fordæmin hafa auðvitað gildi. Þannig að almennir stjórnarþingmenn gætu talið að þeim væri heimilt í framtíðinni að greiða atkvæði gegn stjórnarfrumvörpum og það er auðvitað svolítið varasamt fyrir stjórnina,“ útskýrir Gunnar Helgi. Þetta mál hafi aftur á móti ákveðna sérstöðu. „Þetta er samviskumál. Þetta er mál sem varðar ekki bara venjulega pólitík, hægri vinstri eða eitthvað svoleiðis. Þetta snýst að einhverju leyti um samviskuspurningar og það hefur verið svona óskrifuð regla á þingi að menn hafi aðeins frjálsari hendur í slíkum málum.“
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Hlýnar um helgina Veður Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira