Hörmungar heimaliðsins í fyrsta leik lokaúrslitanna héldu áfram í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2019 14:30 Haukamaðurinn Daníel Ingason í leiknum á móti Selfossi í gær. Vísir/Vilhelm Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Í sjöunda skiptið á níu árum tapar heimaliðið fyrsta leik í lokaúrslitunum í úrslitakeppni karla í handbolta. Það hefur reynst heimaliðunum erfitt að vinna fyrsta leik í lokaúrslitum handboltans undanfarin tímabil. Aðeins tveimur af síðustu níu hefur tekist það. Selfyssingar stálu heimavallarréttinum í gær í fyrsta leik úrsliteinvígis síns á móti Haukum í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Selfoss er sjöunda útiliðið á síðustu níu árum sem vinnur fyrsta leik lokaúrslitanna og fimm af hinum sex hafa síðan farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn. Einu heimaliðin sem hafa unnið fyrsta leik í lokaúrslitum frá 2011 eru lið ÍBV í fyrra og lið Hauka frá 2014. Haukaliðið frá 2014 tapaði titlinum með tapi fyrir ÍBV í oddaleik á heimavelli. Gunnar Magnússon var líka þjálfari Haukaliðsins sem komst yfir það að byrja lokaúrslitin svona illa. Haukaliðið frá árinu 2016 eru nefnilega eina liðið í sögu úrslitakeppninnar sem hefur komið til baka eftir svona áfall. Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2016 þrátt fyrir að tapa fyrsta leik á heimavelli á móti Aftureldingu. Haukarnir jöfnuðu metin með sigri í Mosfellsbænum í leik tvö og unnu svo einvígið í oddaleik sem var jafnframt eini heimsigur Haukanna í úrslitaeinvíginu. Öll hin átta heimaliðin í sögu úrslitakeppni karla sem hafa tapað leik eitt á heimavelli í lokaúrslitunum hafa þurft að sætta sig við silfurverðlaun.Fyrsti leikur lokaúrslitinna frá 2011 til 2019:Leikir: 9Heimsigrar: 2 (2014, 2018)Útisigrar: 7 (2011, 2012, 2013, 2015, 2016, 2017, 2019)Mörk heimaliðs að meðaltali: 24,7Mörk útiliðs að meðaltali: 26,0Nettó: Útilið +12Félög sem hafa tapað fyrsta leik á heimavelli í lokaúrslitum í úrslitakeppni karla í handbolta (1992-2005, 2009-): Haukar 2019 - ??? FH 2017 - tapaði 3-2 á móti ValHaukar 2016 - vann 3-2 á móti Aftureldingu Afturelding 2015 - tapaði 3-0 á móti Haukum Haukar 2013 - töpuðu 3-1 á móti Fram FH 2012 - tapaði 3-0 á móti HK Akureyri 2011 - tapaði 3-1 á móti FH Fram 1998 - tapaði 3-1 á móti Val KA 1996 - tapaði 3-1 á móti Val Haukar 1994 - töpuðu 3-1 á móti Val
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira