Verðbólgan lækki og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 10:24 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14