Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 09:00 Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni eldsnemma í morgun. Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019 Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019
Eurovision Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira