Heimamaður fagnar ógurlega framlagi Hatara en telur fæsta landa sína sammála Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 23:00 Nevo Lederman, fimmti frá hægri, var í skýjunum með úrslitin og ekki síður að kynnast fólkinu á bak við Hatara. Vísir/Kolbeinn Tumi Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“ Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Nevo Lederman er Ísraeli búsettur í Tel Aviv en grjótharður stuðningsmaður Íslands í Eurovision. Hann var í skýjunum eftir að í ljós kom að Hatari var kominn í úrslit. „Ég studdi Ísland líka í Eurovision 2017, þegar Svala keppti. Ég er bara grjótharður stuðningsmaður Íslands,“ sagði Lederman augnablikum eftir að úrslitin voru ljós.En af hverju Ísland?„Þið sendið bara bestu lögin í Eurovision, ég ræð ekki við mig. Og með þessi skilaboð í ár. Stjórnmál eru stór hluti daglegs lífs í Ísrael. Ísland hundsaði ekki ástandið heldur sendi lag með skilaboð sem tekur á stöðunni.“Lederman hitti meðlimi Hatara á rennslinu í gær.Nevo LedermanLederman og vinur hans eru sannfærðir um að Hatari hafi hafnað í öðru tveggja efstu sætanna í kvöld. Hann fagnar framlagi Hatara. „Lagið á svo vel við nú árið 2017. Þetta er ekki bara eitthvert ár. Þetta talar til mín í minni Eurovision í minni heimaborg.“ Hann telur þó alls ekki marga samlanda hans á sömu skoðun. Meiri mótbyr sé með laginu en meðbyr hér í landi. „En Tel Aviv er ekki eins og restin á Ísrael. Eins og Eurovision blaðran þá er Tel Aviv öðruvísi en restin af landinu. Þetta er líklega víða svona að í stórum borgum er fólk með opnari hug á meðan íhaldsemin og hræðslan ræður meira ríkjum í minni plássum.“ Eftir fjögur mögur ár er Ísland loksins komið í úrslit. Lederman fagnar ógurlega. „Þið eigið það svo skilið. Þetta hefur tekið alltof langan tíma.“ Lederman datt í lukkupottinn en hann eignaðist íslenska vini á meðan á keppni stóð. Fjölskyldur meðlima Hatara. „Ég kallaði áfram Ísland og þau sögðust vera fjölskyldan. Gleðin var svo fölskvalaus og yndislegt að fá að vera hluti af því.“Nevo Lederman með söngvurunum Klemensi og Matthíasi Tryggva.Nevo LedermanÞótt Lederman sé mikill aðdáandi Hatara er annar íslensku tónlistarmaður í uppáhaldi, söngkonan Svala Björgvinsdóttir. „Ég hitti Svölu árið 2017 í Íslendingapartýinu í Kiev. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar. Hún áritaði lítið plakat fyrir mig sem hangir í svefnherberginu mínu.“ Svala keppti fyrir Íslands hönd fyrir tveimur árum með lag sitt Paper. „Ég elska hana, fylgist með henni og varð fyrir vonbrigðum að lagið hennar komst ekki í úrslit Söngvakeppninnar. Ég elskaði lagið hennar, sendi henni mínar bestu kveðjur og vonandi man hún eftir mér.“
Eurovision Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira