Komin sterk til baka eftir meiðsli og skoraði gull af marki Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2019 19:15 Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Hulda Hrund Arnarsdóttir, tvítugur Árbæingur, skoraði gull af marki í sigri nýliða Fylkis gegn KR í 3. umferð Pepsi Max-deildar kvenna. Hún er komin aftur inn af krafti í íslenska boltann eftir erfið meiðsli. Mark Huldu var algjörlega geggjað. Vippa af tæplega 30 metra færi eftir að hún hafði unnið boltann sjálf. „Ég náði að pressa og náði boltanum. Síðan fann ég þetta bara á mér. Ég sá að markvörðurinn var svolítið framarlega. Ég var bara ein þannig ég hugsaði bara af hverju ekki? Ég tók því bara skotið og hann endaði inni,“ segir Hulda Hrund. Fylkisliðið er nú búið að vinna tvo af fyrstu þremur leikjum sínum eftir að koma upp úr Inkasso-deildinni og er með sex stig sem er dúndur byrjun. „Ég er mjög ánægð. Ég missti af fyrstu tveimur leikjunum þar sem ég var að koma frá Bandaríkjunum og það eru fleiri að detta inn í þetta hjá okkur. Við erum bara enn þá að pússa okkur saman,“ segir Hulda Hrund. Hulda stundar nám með Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum og fer þangað á þriðja árið sitt síðar í sumar. Hulda meiddist í Pepsi-deildinni 2017 og ekki varð lífið betra þegar að hún fór svo út seinna sama ár. „Ég meiðist á vinstri fyrst eða fæ svona brjóskskemmdir. Mér var þá sagt að bíða þangað til að ég færi út og þá missti ég af öllu tímabilinu. Þegar að ég var svo að koma úr þeim meiðslum sleit ég krossbandið hægra megin í fyrsta byrjunarliðsleiknum. Þá fór í hönd ársferli til að koma bara til baka sterkari,“ segir hún. Meiðslasögunni er nú lokið, Hulda búin að skora geggjað mark og Fylkisliðið í fínum málum. Það er stemning í Árbænum. „„Það er alltaf stemning í Lautinni. Kjartan þjálfari er kominn aftur eftir smá frí í Haukum. Þetta er bara frábært. Stelpurnar spila fyrir hvor aðra og ég gæti ekki verið glaðari,“ segir Hulda Hrund Arnarsdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira