Tilfinningaþrungin kveðjustund í Tel Aviv: „Ég sætti mig bara við að vera Hataramamma“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 11:30 Klemens með móður sinni Rán skömmu fyrir brottför af hóteli sveitarinnar á leið í keppnishöllina. Vísir/Kolbeinn Tumi Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira
Hún var tilfinningaþrungin en á sama tíma afslöppuð kveðjustund Hatara og íslenska hópsins sem yfirgaf Dan Panorama hótelið í faðmi fjölskyldu sinnar um klukkan hálf tvö að staðartíma, 10:30 að íslenskum tíma. Fjölgað hefur í hópi fjölskyldu- og ástvina hljómsveitarmeðlima og dansara sem eru komin til Tel Aviv til að vera stoð og stytta barnanna sinna, systkina og maka. Allir fengu sitt knús og sína kossa. Ekki fór á milli mála hve stoltir foreldrarnir voru af börnunum sínum á leið á stóra sviðið í Eurovision. „Maður veit hversu gífurlega mikil vinna er á bak við þetta verk, bæði hjá unga fólkinu og teyminu á bak við hópinn. Maður dáist að fagmennskunni og hvað þau eru tilbúin að leggja mikið á sig. Ég vona bara að þau nái sem lengst,“ segir Nikulás Hannigan, faðir Klemens söngvara.Ljóst er að Nikulás var ekki að nudda í fyrsta skipti því hann kunni vel til verka.Vísir/Kolbeinn TumiNikulás gaf sér góðan tíma til að nudda herðarnar á Klemens á meðan þess var beðið að allt yrði klárt fyrir brottför. Hann hlær spurður hvort hann hafi einhvern tímann átt von á að sonur hans færi í Eurovision. Stoltið er efst í huga og það tekur Rán Tryggvadóttir, móðir Klemens undir. „Stolt er náttúrulega efsta tilfinningin en auðvitað er þetta stressandi útaf þessari spennu. Vegna þess að þetta er mjög hugrakkt atriði, mjög mikilvægt, en þau eru að gera þetta rosalega fallega öll.“ Þau játa að mikið sé spurt heima út í gengi krakkanna en um leið sé mikill stuðningur líka, á báðum vinnustöðum þeirra.Sjö stoltir meðlimir foreldrafélags Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Ég sætti mig bara við að vera stolt Hataramamma,“ segir Rán stolt. Undanúrslitin hefjast í kvöld klukkan 19 að íslenskum tíma, eða þegar klukkan slær 22 hér í Tel Aviv. Hatari er í fjórða sæti hjá veðbönkum þegar kemur að líkum á að tryggja sig í úrslitin. Símaatkvæði Evrópubúa í kvöld vega til helminga á móti niðurstöðu dómnefndar. Aðspurð hvort þau eigi von á að Hatari komist áfram segir Rán árangur þegar hafa náðst.Matthías Tryggvi ásamt sínum nánustu.Vísir/Kolbeinn Tumi„Mér finnst þau vera búin að sigra dálítið nú þegar. Vegna þess að það er ákveðinn tilgangur með atriðinu. Þau eru listamenn, með ákveðinn boðskap og þau eru búin að koma þessum boðskap á framfæri,“ segir móðirin stolta. „Þau vilja auðvitað komast sem lengst og við viljum það sem þau vilja.“Að neðan má sjá myndband af síðustu mínútum Hatara með sínum nánustu þangað til farið var upp í rútu og haldið áleiðis í Expo Tel Aviv höllina.
Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Sjá meira