Íslenski boltinn

Guðmundur Andri orðinn Víkingur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nýjasti liðsmaður Víkings.
Nýjasti liðsmaður Víkings. mynd/víkingur
Víkingar fengu fínan liðsstyrk í morgun er þeir náðu samkomulagi um að fá Guðmund Andra Tryggvason til félagsins.

Guðmundur Andri er uppalinn KR-ingur og fæddur árið 1999. Hann á leiki með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði 22 leiki með meistaraflokki KR áður en hann fór til Start í Noregi árið 2017.

Þar hefur aftur á móti lítið gengið hjá honum og hann fær lítið að spila. Start var því til í að lána hann til Víkings út leiktíðina í Pepsi Max-deildinni.

Guðmundur Andri er sonur markahróksins Tryggva Guðmundssonar og þótti lengi vera einn efnilegasti leikmaður landsins. Verður áhugavert að sjá hann í Víkings-treyjunni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×