Lífið

Sérfræðingarnir telja líkur á íslenskum sigri í Eurovision

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísak og Laufey vita allt um Eurovision.
Ísak og Laufey vita allt um Eurovision.
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum.

Í kvöld er dómararennsli og vægi þeirra jafn mikið og atkvæði Evrópubúa annað kvöld. Kvöldið í kvöld er því jafn mikilvægt og á morgun.

Laufey Helga Guðmundsdóttir, ritari FÁSES, og Ísak Dimitris Pálmason, gjaldkeri, fara yfir stöðuna í Júrógarði dagsins. Þau telja að dómnefndir víðsvegar um Evrópu eigi eftir að líka vel við atriði okkar Íslendinga en samt sem áður er líklegt að morgundagurinn skili inn fleiri stigum.

Bæði eru þau sammála um að í ár sé í fyrsta skipti í mörg ár líkur á því að Ísland vinni keppnina.

Sú athygli sem Hatari fær hér í Tel Aviv gæti skilað þeim langt en allir stærstu miðlarnir í Evrópu reyna að fá viðtal við íslenska hópinn. Til að mynda gæti viðtalið við BBC reynst gríðarlega mikilvægt.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×