Fá helminginn af atkvæðunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:00 Tíu þjóðir af þeim sautján sem keppa í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið komast í úrslitin. Thomas Hanses Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar.
Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15