Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 09:33 Meðlimir Hatara spariklæddir á rauða dreglinum í Tel Aviv um helgina. Getty/Guy Prives Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Sjá meira
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15
Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11