Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin: Ólafur Ingi sagði að dómarinn hefði verið hræðilega slakur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fyrirliðinn lét í sér heyra.
Fyrirliðinn lét í sér heyra.
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var allt annað en ánægður með frammistöðu dómarans í leik KR og Fylkis í gær.

„Mér fannst dómarinn hræðilega slakur í dag og það á bæði lið. Mér fannst hann missa tökin á þessu,“ sagði Ólafur Ingi eftir jafnteflið í Vesturbænum en Helgi Mikael Jónasson dæmdi leikinn.

„Hann dæmdi tvo leiki hjá þessum liðum í Reykjavíkurmótinu og hafði engin tök á leiknum. Ég skil því ekki hvað hið ágæta fólk hjá KSÍ er að gera með því að setja hann á þennan leik. Hann dæmdi illa á bæði lið og það hafði ekki áhrif á úrslitin.“

Helgi Mikael dæmdi meðal annars víti á Ólaf Inga í leiknum sem Fylkismaðurinn sagði að hefði verið rangur dómur. Pálmi Rafn Pálmason KR-ingur klúðraði svo vítinu.

Sjá má þrumuræðu Ólafs hér að neðan.



Klippa: Ólafur Ingi gagnrýnir dómara





Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×