Innlent

Hefur beðið eftir sigri Liverpool síðan hann var níu ára

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Fult var út úr dyrum í sérstakri Liverpoolmessu í Seljakirkju í dag þar sem harðir stuðningsmenn liðsins báðu til æðri máttarvalda fyrir lokaumferð ensku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta. Sóknarpresturinn, sem er búin að bíða eftir sigri Liverpool síðan hann var níu ára, segir að guð skori ekki mörkin en boðskapurinn sé að Liverpoolmenn séu aldrei einir á ferð.

„Það var ekki mikið laust hjá okkur núna þannig það var gaman hvaðþetta vakti góðar undirtektir,“ segir Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Liverpool hefur ekki unnið endlandsmeistaratitilinn í tuttugu og níu ár en áttu möguleika á að vinna hann dag. Ýmislegt þurfti hins vegar að ganga upp, Liverpool þurfti að vinna leik á móti Wolves í dag og eins þurfti Manchester City  að tapa stigum gegn Brighton.

„Eins og Jurgen Klopp segir guð skorar ekki fyrir okkur mörkin þó hann elski alla menn. Við vitum aðþað er ekki rétt að biðja áþann háttinn. Að biðja fyrir mörkunum,“ segir Ólafur Jóhann.

Boðskapurinn sem einkenndi messuna er að Liverpoolmenn séu aldrei einir á ferð. „Þetta er boðskapurinn sem við erum alltaf að predika hérna á sunnudögum að guð sé alltaf meðí hverju skrefi á lífsins göngu,“ segir Ólafur Jóhann sem vonaði það besta með leiki dagsins.

„Það væri draumur ef við fengjum nú tiltilinn í dag. Ég er búin að bíða síðan ég var níu ára,“ segir Ólafur Jóhann.

Því miður fóru leikir dagsins þó ekki eins og stuðningsmenn Liverpool höfðu vonað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×