Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 18:15 Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.Erlend kona sem var á ferðlagi um Ísland lést eftir að hafa fallið um 50 metra í Kirkjufelli í Grundarfirði fyrir tæpum tveimur árum.Annað banaslys varð í hlíðum fjallsins síðastliðið haust þegar erlendur ferðamaður sem hafði orðið viðskila við félaga sinn féll fram af klettum. Fallið var hátt og maðurinn var látinn þegar að honum var komið. Kirkjufell er mjög bratt og það er erfitt fyrir björgunarsveitarfólk að athafna sig í hlíðum þess. Æfingin í gær var á svipuðum slóðum og slys hafa orðið. Heimamenn æfðu fyrsta viðbragð og í kjölfarið svokallaðir undanfarar frá höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að heimamenn hafi tryggt leiðina upp á fjallið, komið að sjúklingum, tryggt öryggi þeirra og hlúið að þeim. „Svo kemur seinni bylgjan og tekur þátt í því með heimamönnum að koma sjúklingum niður.“Aðstæður voru mjög góðar við æfingu Landsbjargar við Kirkjufell í gær.Mynd/Slysavarnafélagið LandsbjörgFjölmenn og vel heppnuð æfing Aðstæður til æfinga voru mjög góðar í gær. Björgunarsveitir nota dróna í síauknum mæli við aðgerðir til að meta aðstæður og fá betri yfirsýn af vettvangi. Æfingin á Kirkjufelli í gær var óvanalega fjölmenn og tók um átta klukkustundir. „Kirkjufellið er orðið hættulegasta fjall landsins, við höfum verið með nokkuð mörg banaslys þar og alvarleg slys undanfarin ár. Kirkjufellið var valið fyrir þessa æfingu vegna þess að við þurfum að vera vel undirbúin fyrir það sem getur komið fyrir þar,“ segir Þór Þorsteinsson, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira