Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 12. maí 2019 13:48 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Fréttablaðið/Andri Marinó „Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“ Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, í Sprengisandi nú á dögunum. Rósa Björk, ásamt Tryggva Felixsyni, formanni Landverndar, Halldóri Þorgeirssyni, doktor í plöntulífeðlisfræði sem hafði yfirumsjón með samningaferlinu um Parísarsáttmálann, og Jóhannesi Þór Skúlasyni, framkvæmdarstjóra SAF ræddu loftslagsmál og hvað þyrfti að gera til að sporna við þeirri alvarlegu þróun sem við stöndum nú frammi fyrir. Tryggvi sagði breytingarnar ekki snúast um að koma í veg fyrir neyslu heldur þyrfti að breyta henni og koma á hringrásarhagkerfi. „Það er draumsýn að minnka losun um 3-6% á ári en hver er hin sýnin? Hún er einfaldlega að við eyðileggjum þessi samfélög sem við höfum þekkt undanfarin hundruð og þúsundir ára,“ sagði hann. Hann bætti við að okkar verkefni væri ekki að leysa heimsvandann heldur að sanna að þetta væri hægt og svo þyrfti að senda okkar fólk út í heim til að sýna fordæmi og tala fyrir því sem hægt væri að gera annars staðar. Jóhannes sagði breytingarnar sem samfélagið þyrfti að taka vera eftir fyrirmynd ungs fólks, „breytingarnar sem við stöndum fyrir á næstu árum, þessi nýja hugsun hjá nýjum kynslóðum verður stór hluti af þeim og þær þurfa svolítið að kenna okkur nýja hluti núna og það þurfa allir að horfa á þessi málefni og taka þau til sín.“
Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira