Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Sighvatur Jónsson skrifar 12. maí 2019 12:15 Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Vísir/Egill Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. Samkvæmt gildandi umferðarlögum telst ökumaður vera óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega vegna áhrifa ávana- og fíkniefna ef þau mælast í blóði eða þvagi ökumanns. Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ákvæðinu breytt þannig að ökumaður telst vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna ef þau mælast eingöngu í blóði hans. Ekki er miðað við að efni greinist í blóði eða þvagi eins og er í gildandi lögum. Þrátt fyrir að nýja frumvarpið sé enn til umfjöllunar var verklagsreglum ríkissaksóknara breytt í upphafi ársins, að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi. Þegar fíkniefni mælast einungis í þvagi er ökumaður ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot. Oddur gagnrýnir að tekið sé vægar á málum á sama tíma og tölur rannsóknarnefndar samgönguslysa sýni að umferðarslysum vegna ökumanna undir áhrifum fíkniefna fjölgi verulega.Það eru málefnaleg sjónarmið sem liggja þarna að baki. Menn segja að ef það eru bara fíkniefni í þvagi en ekki blóði þá er viðkomandi ekki undir áhrifum fíkniefna.Mynd úr safni.Timbraður ökumaður hættulegur Oddur bendir á að ökumaður sem er með leifar af fíkniefnum í þvagi sé að jafna sig eftir neyslu þeirra. „Þá spyr ég hver á að njóta vafans? Þú sem almennur borgari á rúntinum með fjölskyldunni þinni að kaupa ís og færð á þig bílinn sem maðurinn með fíkniefni í þvaginu er að keyra, eða þessi ágæti einstaklingur sem var að neyta efna og er jú eitthvað tuskulegur en telst ekki undir áhrifum.“ Oddur vill taka hart á ökumönnum sem aka undir áhrifum fíkniefna. „Mínir menn eru búnir að vera að týna fólk upp af vegunum í orðsins fyllstu merkingu undanfarin ár. Ég er á því að við eigum að standa í lappirnar með að reyna að tryggja að það verði tekið á þessum málum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira