Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Sighvatur Jónsson skrifar 11. maí 2019 18:45 Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar. Stjórnarskrá Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Gagnrýnt hefur verið að tillögurnar eru almennari en fyrri hugmyndir. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. Tillögur formanna stjórnmálaflokkanna að nýjum stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir voru birtar í gær. Málið nær aftur til 2011 þegar stjórnlagaráð vann tillögur að nýrri stjórnarskrá Íslands. Mikill meirihluti samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar að þær tillögur yrðu til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Nýju tillögurnar eru orðaðar með rýmri hætti en fyrri tillögur. Forsætisráðherra segir að ákvæðin séu ekki í endanlegri mynd. „Þessi ákvæði eru afrakstur töluverðs samtals milli formanna og fulltrúa allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi ákvæði eru ekki afurð eins stjórnmálaflokks eða eins stjórnmálamanns. Það lagðist enginn í okkar hópi gegn því að ákvæðin væru komin á það stig að þau ættu heima í opnu samráði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.Vísir/ArnarEkki lengur „fullt verð“ Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands, var fulltrúi í stjórnalagaráði fyrir átta árum. Hún gagnrýnir almennara orðalag nú en áður og bendir meðal annars á að ekki sé lengur minnst á „fullt verð“ í ákvæði um auðlindir landsins. „Við hljótum að gera þá kröfu að á einhverjum tímapunkti verði með afgerandi hætti tekið á því að það sé fólkið í landinu sem fær arðinn fyrir auðlindirnar en ekki einhverjir örfáir útvaldir, það bara gengur ekki upp.“ Katrín Oddsdóttir bætir við að hún hafi áhyggjur af því að þegar margir stjórnmálaflokkar þurfa að koma að útfærslu ákvæðanna verði niðurstaðan lægsti sameiginlegi samnefnari. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í ákvæði um auðlindir sé kveðið á um að löggjafi skuli taka afstöðu til þess hvernig gjaldtöku skuli háttað. Í greinargerð sé ítarlega rakið að það kunni að vera ólík sjónarmið uppi varðandi ólíkar auðlindir og hvernig þær séu nýttar.
Stjórnarskrá Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira