Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2019 19:00 Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski. Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna. Murkovski sem einnig er formaður orkumálanefndar öldungadeildarinnar segir að það hafi örugglega verið erfitt fyrir Kínverja að heyra margt af því sem utanríkisráðherrann sagði, þótt hún taki undir hluta þess. „En ég tel að þetta hafi verið mikilvæg skilaboð sem staðfestu að það eru samskiptareglur þegar kemur að norðurslóðum. Eins og það eru samskiptareglur þegar um önnur svæði er að ræða," sagði Murkowski. Það hafi alltaf verið sameiginlegur skilningur aðildarríkjanna átta að Norðurskautsráðinu að umræðum um öryggismál væri haldið utan við ráðið svo ríkin gætu einbeitt sér að sameiginlegum málefnum norðurslóða eins og umhverfismálum. „Ég er hér sem Repúblíkani, ég er hér sem Alaskabúi, ég er hér sem Bandaríkjamaður, ég er hér sem manneskja sem er annt um norðurslóðir. Mér er annt um framtíð þeirra, mér er annt um fólkið þar og ég vil að Bandaríkin taki meiri þátt á öllum stigum" sagði Murkowski. New York Times og Guardian hafa sagt frá því að ekki hafi í fyrsta skipti verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu Norðurskauts ríkjanna átta vegna þess að Pompeo gat ekki sætt sig við að hugtakið loftlagsbreytingar kæmi fyrir í henni. Murkowski segist ekki hafa setið lokaða fundi um yfirlýsinguna. „Hvort sem maður notar orðið „loftslagsbreytingar" eða ekki verður ekki litið fram hjá þeim raunveruleika sem er í kringum okkur, sérstaklega á norðurslóðum," sagði Murkowski. Fólk þurfi ekki að vera vísindamenn til að sjá hraðar breytingar í umhverfinu. Hringboði norðurslóða hafi tekist að breikka vettvang umræðunnar og Bandaríkjamenn verði að átta sig á að forysta á heimsvísu felist ekki eingöngu í hernaðarforystu. „Við sem norðuslóðaþjóð verðum að vera virkari á alþjóðavettvangi í málefnum norðurslóða. Punktur. Og við höfum ekki verið það," sagði Lisa Murkowski.
Bandaríkin Kína Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira