Íslenski boltinn

Sjáðu þrumufleyg Hilmars Árna, endurkomu FH og sigur Blika í Árbænum

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH-ingar fagna marki Halldórs Orra í gær.
FH-ingar fagna marki Halldórs Orra í gær. vísir/bára
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max-deildinni í gærkvöldi en mesta dramatíkin var í Krikanum þar sem FH vann 3-2 endurkomusigur á KA.

FH komst yfir í leiknum en tvö mörk frá KA komu þeim í góða stöðu. Vítaspyrnumark Björns Daníels Sverrissonar og annað mark Halldórs Orra Björnssonar í leiknum tryggðu FH þó stigin þrjú. Mikilvæg stig.

Í Garðabænum var einungis eitt mark skorað er nýliðar HK voru í heimsókn. Markið skoraði Hilmar Árni Halldórsson og það var af dýrari gerðinni.

Breiðablik vann 3-1 sigur á Víkingi í Árbænum en Kolbeinn Þórðarson skoraði tvö mörk og Höskuldur Gunnlaugsson eitt. Nikolaj Hansen skoraði mark Víkings.

Mörkin má sjá hér að neðan.

FH - KA 3-2:
Klippa: FH - KA 3-2
Stjarnan - HK 1-0:
Klippa: Stjarnan - HK 1-0
Breiðablik - Víkingur 3-1:
Klippa: Breiðablik - Víkingur 3-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×