Svuntur sem forsetahjónin fengu að gjöf í Reykjanesbæ vekja athygli Atli Ísleifsson skrifar 11. maí 2019 10:56 Heimsókn forsetahjónanna til Reykjanesbæjar stóð yfir dagana 2. og 3. maí síðastliðinn. Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum. Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Mynd af forsetahjónununum sem fylgir kveðju frá bæjarstjóra Reykjanesbæjar í síðasta tölublaði Víkurfrétta hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. Á myndinni má sjá Guðna Th. Jóhannesson haldandi á svuntu með áletruninni „Fyrirmynd okkar allra“, en á svuntu Elizu Reid forsetafrúar stendur „Konan á bak við manninn“. Nokkur umræða hefur skapast um myndina og þá sér í lagi áletrunina í Facebook-hópnum Karlar gera merkilega hluti, þar sem í eru um níu þúsund manns, sem og víðar. Forsetahjónin fóru tveggja daga opinbera heimsókn til Reykjanesbæjar í byrjun mánaðar og í kveðjunni þakkar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson þeim fyrir komuna fyrir hönd bæjarstjórnar og íbúa Reykjanesbæjar.Fengu að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvar Kjartan segir í samtali við Vísi að forsetahjónin hafi fengið svunturnar að gjöf frá notendum Hæfingarstöðvarinnar í bænum, sem þjónar meðal annars hlutverki verndaðs vinnustaðar. Hann segir að myndin með kveðjunni hafi ekki verið valin vegna orðalagsins á svuntunum. „Það var vegna þess að hún var tekin í Hæfingarstöðinni og við vildum sýna þeim þá virðingu að hafa mynd úr þeirri heimsókn. Ég get alveg fallist á það, svona eftir á að hyggja, að þetta hafi verið óheppilegt og að við hefðum átt að rýna betur í þetta,“ segir Kjartan. Bæjarstjórinn segir að heimsókn forsetahjónanna hafi annars verið frábær. „Reykjanesbær skartaði sínu fegursta í veðri og þau voru afar ánægð með allt sem þau sáu og heyrðu. Allir hér voru sömuleiðis afar ánægð með að fá þau í heimsókn,“ segir Kjartan Már.Kveðja bæjarstjórans í Víkurfréttum.
Forseti Íslands Reykjanesbær Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira