Aldrei fleiri lyfjatengd andlát Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. maí 2019 20:12 Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés. Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis. Fimmtíu og fimm andlát voru til skoðunar hjá Landlæknisembættinu í fyrra en embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu. Nú hefur dánameinaskrá staðfest að þrjátíu og níu andlát megi rekja til lyfjaeitrana og hafa þau aldrei verið fleiri. Í fyrra voru þau þrjátíu en síðasta áratug hafa þau verið að meðal tali tuttugu og átta á ári. Flest andlátin voru vegna ópíóíða eða morfínskyldra lyfja en athygli vekur að á sama tímabili dró talsvert úr ávísunum þeirra lyfja eða um 13,7%. Þetta gefur vísbendingu um að meira sé flutt ólöglega inn til landsins. „Við höfum náttúrulega áhyggjur af því að slík lyf séu að komast í umferð, ásamt ávísuðum lyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjateymis hjá Embætti Landlæknis. Morfínskyld lyf eru sterk verkjalyf á borð við Oxycontin og Fentanyl. „Oftast er þetta einhvers konar misnotkun þar sem fólk ræður ekki við þá skammta sem það er að taka,“ segir Ólafur. „Sumir leysa þetta upp og sprauta sig en sennilega eru þau fleiri sem taka bara inn töfluna,“ segir Andrés Magnússon, yfirlæknir lyfjateymis Embættis Landlæknis. Af andlátunum í fyrra höfðu átján einstaklingar fengið litlu eða engu ávísað frá lækni. Aðrir höfðu fengið lyfjunum ávísað í einhverjum mæli síðustu mánuðina fyrir andlátið. „Það eru dæmi um einstaklinga sem við sjáum að eru að fá ávísað frá tugi lækna ávanabindandi lyf. Staðan er náttúrulega ennþá þannig á Íslandi að við erum að nota mun meira af þessum lyfjum heldur en nágrannaþjóðirnar,“ segir Ólafur. Stór hluti þeirra sem lést í fyrra hafði blandað lyfjunum saman við áfengi eða fíkniefni. Ólafur og Andrés óttast að fólk átti sig ekki á hættunni af misnotkun morfínskyldra lyfja. „Ópíóíðar eru hættulegir einir sér. Menn geta dáið til dæmis af einni töflu,“ segir Andrés. Þá hafa sjö andlát verið til skoðunar hjá Landlæknisembættinu fyrstu þrjá mánuði ársins. „Ég hef mjög miklar áhyggjur. Þetta eru náttúrulega hræðilegar fréttir. Fólk verður einhvern veginn að skilja að þegar það er að nota þessi lyf að þau eru mjög hættuleg,“ segir Andrés.
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00 Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00 Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Fjörutíu læknar fengið bréf vegna lyfjaávísana Það sem af er ári hafa yfir tvö hundruð manns fengið ávísað ávanabindandi lyfjum frá tíu eða fleiri læknum. Embætti landlæknis hefur sent rúmlega fjörutíu læknum bréf á árinu þar sem gerðar eru athugasemdir við lyfjaávísanir. 5. desember 2018 19:00
Á sjötta hundrað lækna ávísaði ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig Á sjötta hundrað lækna á Íslandi ávísuðu ávanabindandi lyfjum á sjálfa sig í fyrra. Verkefnastjóri hjá Landlækni er gagnrýninn á sjálfsávísanir og segir fíknivanda þekktan atvinnusjúkdóm meðal heilbrigðisstarfsmanna. Dæmi séu um lækna hér á landi sem hafi verið sviptir starfsleyfi vegna fíknivanda. 6. febrúar 2019 19:00
Gripin með sjö þúsund Oxycontin töflur við komuna frá Tenerife Íslensk kona var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 19. apríl síðastliðinn með mikið magn ávana- og fíknilyfja falið í tösku sinni. 29. apríl 2019 16:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent