Vísitöluhækkanir og ný byggingarreglugerð auka kostnaðinn við Hús íslenskunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 12:33 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu árum en áætlað er að það kosti um 6,2 milljarða króna í byggingu. Hækkun kostnaðaráætlunar vegna byggingar Húss íslenskunnar skýrist af vísitöluhækkunum og nýrri byggingarreglugerð frá árinu 2012 sem taka þarf tillit til. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið. Samkvæmt greiningu Framkvæmdasýslu ríkisins er hækkun á kostnaði við bygginguna frá því sem var árið 2013 26 prósent að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Áætlunin nú hljóðar upp á um 6,2 milljarða króna en áætlunin frá 2013 uppreiknuð til febrúar 2019 hjá Framkvæmdasýslunni var upp á 4,9 milljarða. Í áætlun ársins 2019 er áfallinn kostnaður alls 713 milljónir en í áætluninni frá 2013 er þessi kostnaður eins og gefur að skilja 0 krónur. Tilboð ÍSTAKS í ár hljóðaði upp á 4,5 milljarða en tilboð JÁVERKS árið 2013 var 3,8 milljarðar. Verðlagsbreytingar á framkvæmdatíma nú eru áætlaðar 371 milljón króna en voru áætlaðar árið 2013 70 milljónir króna. Ófyrirséður verkframkvæmdakostnaður eykst einnig umtalvert nú; er 226 milljónir króna en var áætlaður 52 milljónir árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni skýrist þessi mikli munur á þessum tveimur liðum af því að nú eru gerðar mun ítarlegri áætlanir um verðlagsbreytingar og ófyrirséðan kostnað en áður. Annar kostnaður sem tilgreindur er í áætluninni er rekstur á framkvæmdatímanum og opinber gjöld sem nú er áætlaður 30 milljónir króna en var áætlaður 150 milljónir árið 2013. Þá er áætlað að búnaður og listskreytingar kosti 166 milljónir nú en gert var ráð fyrir 224 milljónum króna í þennan lið árið 2013. Ráðgjöf er áætluð upp á 40 milljónir króna nú en var upp á 454 milljónir króna árið 2013. Þá hljóðar umsjón og eftirlit upp á 147 milljónir króna á áætlun ársins í ár en var upp á 186 milljónir 2013. Gert er ráð fyrir því að húsið verði tekið í notkun eftir um þrjú ár. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Hækkun kostnaðaráætlunar vegna byggingar Húss íslenskunnar skýrist af vísitöluhækkunum og nýrri byggingarreglugerð frá árinu 2012 sem taka þarf tillit til. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið. Samkvæmt greiningu Framkvæmdasýslu ríkisins er hækkun á kostnaði við bygginguna frá því sem var árið 2013 26 prósent að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Áætlunin nú hljóðar upp á um 6,2 milljarða króna en áætlunin frá 2013 uppreiknuð til febrúar 2019 hjá Framkvæmdasýslunni var upp á 4,9 milljarða. Í áætlun ársins 2019 er áfallinn kostnaður alls 713 milljónir en í áætluninni frá 2013 er þessi kostnaður eins og gefur að skilja 0 krónur. Tilboð ÍSTAKS í ár hljóðaði upp á 4,5 milljarða en tilboð JÁVERKS árið 2013 var 3,8 milljarðar. Verðlagsbreytingar á framkvæmdatíma nú eru áætlaðar 371 milljón króna en voru áætlaðar árið 2013 70 milljónir króna. Ófyrirséður verkframkvæmdakostnaður eykst einnig umtalvert nú; er 226 milljónir króna en var áætlaður 52 milljónir árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni skýrist þessi mikli munur á þessum tveimur liðum af því að nú eru gerðar mun ítarlegri áætlanir um verðlagsbreytingar og ófyrirséðan kostnað en áður. Annar kostnaður sem tilgreindur er í áætluninni er rekstur á framkvæmdatímanum og opinber gjöld sem nú er áætlaður 30 milljónir króna en var áætlaður 150 milljónir árið 2013. Þá er áætlað að búnaður og listskreytingar kosti 166 milljónir nú en gert var ráð fyrir 224 milljónum króna í þennan lið árið 2013. Ráðgjöf er áætluð upp á 40 milljónir króna nú en var upp á 454 milljónir króna árið 2013. Þá hljóðar umsjón og eftirlit upp á 147 milljónir króna á áætlun ársins í ár en var upp á 186 milljónir 2013. Gert er ráð fyrir því að húsið verði tekið í notkun eftir um þrjú ár.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent